Birt þann 11. júní, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins
0E3 2013: PS4 mun kosta 349 pund og spila notaða leiki
PS Vita og PS3 lifa áfram
Samkvæmt Sony er PS Vita enn mjög ung og á góðan líftíma eftir. PlayStation 3 er orðin 7 ára gömul en mun einnig lifa góðu lífi. Í kjölfarið voru sýnd þessi sýnishorn úr nokkrum væntanlegum leikjum í PS3.
Nýja tölvan loksins sýnd
Það vakti furðu að þegar PlayStation 4 var kynnt síðastliðinn febrúar að sjálf leikjatölvan hafi ekki verið sýnd. Á E3 fengum við loksins að sjá útlit vélarinnar…
Leikir og afþreying
Sony ítrekaði í kynningunni að PS4 væri fyrst og fremst leikjavél og var sýnt úr þessum og þessum leikjum. Samkvæmt Sony eru 140 PS4 leikir í vinnslu og þar af 100 sem verða gefnir út fyrsta ár PS4.
PS4 mun halda áfram að bjóða upp á þjónustu á borð við Netflix og mun Sony Entertainment bjóða upp á fjölbreytt úrval af kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og tónlist. Einnig verður boðið upp á að fylgjast með völdum viðburðum (t.d. íþróttaviðburðum) í beinni og fleiri þjónustur líta dagsins ljós í PlayStation, til að mynda Flixter.
PS4 styður spilaða leiki og krefst ekki nettengingar
Margir hafa gagnrýnt Microsoft harðlega fyrir þá ákvörðun að krefja notendur um sérstakt leyfi til að spila leikina sína. Þ.e.a.s. Xbox One vill takmarka sölu notaðra leikja verulega með því að krefja notendur að nettengjast með reglulegu millibili og þannig fengið leyfi til að spila leikina sína. Með þessari aðferð verður sala notaðra leikja mjög takmörkuð.
Mikil fögnuðarlæti brutust út meðal áhorfenda þegar Sony tilkynnti að PS4 mun styðja notaða leiki og að ekki verður krafist nettengingar til þegar PS4 leikir eru spilaðir. Líkt og til þessa ráða leikjaeigendur því sjálfir hvort þeir selji leikina sína, eigi þá eða láni
Fríðindi PlayStation Plus munu halda áfram að gilda í PS4 og munu PS Plus áskrifendur njóta ýmissa fríðinda, t.d. með afsláttum, ókeypis leikjum o.fl. gegn undir $5 mánaðargjaldi
Töluvert ódýrari en Xbox One
Þegar að Grand Theft Auto V kemur út í september mun Sony bjóða upp á sérstaktan GTA PS3 pakka á $299 (36.000 kr.) sem inniheldur leikinn og tölvuna.
PS4 mun kosta $399 í Bandaríkjunum, 399 evrur í Evrópu og 349 pund í Bretlandi (65.000 kr.), sem er töluvert ódýrara en Xbox One. PS4 leikjatölvan kemur í verslanir í desember á þessu ári.
Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri Nörd Norðursins.
>> E3 2013 - Allt á einum stað <<