Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»EVE Fanfest 2013: Ný DUST uppfærsla
    Fréttir

    EVE Fanfest 2013: Ný DUST uppfærsla

    Höf. Nörd Norðursins26. apríl 2013Uppfært:3. maí 2013Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    DUST 514 // Keynote

    Á DUST 514 Keynote fór CCP yfir fortíð, nútíð og framtíð DUST 514. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, steig fyrstur á svið og bauð alla gesti hátíðarinnar velkomna. Tíu ár eru liðin frá útgáfu EVE Online og var hátíðin í ár því sett með pompi og prakt þar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands spilaði lög úr tölvuleiknum. Hilmar tilkynnti að tónleikarnir yrðu fáanlegir á DVD eða í öðru formi í náinni framtíð.

    DUST 514: Uprising

    Eftir að Hilmar steig af sviði hófst sjálf kynningin á DUST 514. Uppfærslan Uprising fyrir DUST 514 er væntanleg þann 6. maí næstkomandi í PlayStation 3. Uppfærslan er ókeypis líkt og leikurinn sjálfur og gerir leikinn aðgengilegri, en býður þó áfram upp á dýpri nálgun fyrir þá sem hafa áhuga á því að nýta sér alla möguleikana sem leikurinn hefur upp á að bjóða. Grafík leiksins hefur verið bætt til muna, en vopn, farartæki og búnaður leiksins hafa fengið nýtt útlit, ásamt möguleikum fyrir spilara til að breyta útliti þessara hluta ef þeir svo kjósa. Ýmsum nýjungum verður bætt við leikinn með nýju viðbótinni. Til að mynda hafa nú öll fjögur lið leiksins möguleika á því að velja brynjur fyrir miðlungsvopnaða hermenn, en Minmatar og Caldari sátu einir að þeim kosti áður. Einnig mun vopnabúr leiksins aukast til muna, en spilarar mega búast við að geta flogið þungvopnuðum flutningaskipum og borið skammbyssur sem skjóta eldflaugum!

    Einnig mun vopnabúr leiksins aukast til muna, en spilarar mega búast við að geta flogið þungvopnuðum flutningaskipum og borið skammbyssur sem skjóta eldflaugum!

    DUST 514 og EVE Online gerast báðir í heiminum New Eden og geta spilarar haft bein og óbein áhrif á gang New Eden með því að spila báða leikina. Unnið er að því að gera upplýsingar DUST 514 og EVE Online spilara aðgengilegri og sýnilegri. Til dæmis mun DUST spilari nú geta séð hvaða EVE spilari er aðstoða hann í bardaga, og pláneturnar sem DUST spilarar sjá þegar þeir velja sér bardaga, eru í raun myndir af plánetunum eins og þær koma fyrir í EVE Online. Að halda yfirráðum yfir plánetum eða sólkerfum mun einnig gefa spilurum sem vinna saman vissa plúsa, bæði í DUST 514 og EVE Online. Einnig verður einfaldara og þægilegra fyrir spilara að tala saman í gegnum netið og senda hvor öðrum bein skilaboð, sama hvort um er að ræða á milli DUST spilara eða á milli DUST og EVE spilara. Biðtími spilarans hefur einnig verið styttur umtalsvert. Í dag tekur það u.þ.b. fjóra og hálfa mínútu að kveikja á leiknum og koma sér inn í bardaga, en þessi tími hefur verið styttur í 90 sekúndur, þar sem notendaviðmótið er orðið stílhreinna og aðgengilegra en áður.

    Það má segja að það helsta sem hafi staðið upp úr á DUST 514 kynningunni hafi verið endurbætt grafík leiksins, þægilegra notendaviðmót og áhersla á enn meiri möguleika DUST og EVE spilara til að hafa áhrif á leikinn hjá hvor öðrum.

    DUST markaðssetning

    David Reid, markaðsstjóri CCP, segir að DUST bjóði upp á mun dýpri og persónulegri spilun en aðrir fyrstu-persónu skotleikir. Í hefðbundnum skotleik í dag er spilarinn að berjast fyrir heiðri eða medalíu, en í DUST berjast spilarar fyrir persónulegum hagnaði og yfirráðum á landsvæðum, sem aftur hefur bein áhrif á framgang næstu leikja sem verða spilaðir. Í DUST stökkva spilarar ekki inn í leik í nokkrar lotur þangað til borðið endurræsist og allt hefst að nýju. Hver spilaður leikur skilur eftir sig spor í sandkassanum sem er heimur EVE Online og DUST 514. Það er stór hópur spilara sem spilar skotleiki og stefnir CCP á að ná til sem flestra þeirra með nýjum áherslum í markaðssetningu. Til að mynda gerði CCP nýlega samning við íslenska UFC bardagakappann Gunnar Nelson um að auglýsa DUST 514. Einnig er verið að vinna að gerð stuttrar sjónvarpssauglýsingar sem var sýnd á hátíðinni og lítur nokkuð vel út.

    Framtíð DUST 514

    CCP er með áætlanir til styttri og lengri tíma fyrir DUST 514 og verður framtíðarsýn CCP kynnt betur næstkomandi laugardag. Enn er verið að vinna að því að fínpússa DUST 514 og virðist ævintýrið rétt vera að byrja. CCP vinnur út frá þeirri hugsun að heimur New Eden sé raunverulegur og DUST 514 og EVE Online séu tvær leiðir til að nálgast þennan risavaxna heim í rauntíma, ásamt því að upplifa og móta heiminn með öðrum spilurum.

     

    • Fleiri fréttir frá EVE Fanfest 2013

     

     

    Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
    ritstjóri Nörd Norðursins.

     

     

    Höfundur er Kristinn Ólafur Smárason,
    fastur penni á Nörd Norðursins.

     

    ccp dust 514 eve fanfest eve fanfest 2013
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaHlustaðu á Eve Online Sinfóníutónleikana í beinni
    Næsta færsla EVE Fanfest 2013: World of Darkness
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.