Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Leikjarýni: BioShock Infinite
    Leikjarýni

    Leikjarýni: BioShock Infinite

    Höf. Nörd Norðursins15. apríl 2013Uppfært:4. júní 2013Engar athugasemdir6 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Leikjaheimurinn hefur talað og skilaboðin eru skýr: „Enga spilla, takk!“ Þannig að ég mun lítið sem ekkert tala um söguþráðinn en hann einn og sér er nánast nógu góð ástæða til að grípa leikinn.

    Bioshock Infinite er þriðji leikurinn í Bioshock seríunni og nú erum við í skýjaborg þ.e.a.s. borg sem gefur Isaac Newton fingurinn. Miklar væntingar hafa verið gerðar til leiksins en Irrational Games standa undir því og vel betur. Bioshock Infinite er hrein og tær snilld og það er erfitt að finna nokkurn veikleika á gripnum. En hver veit, kannski finn ég einhver smáatriði til að tuða yfir.

     

    Svifið um á rósrauðu skýi

    Það fyrsta sem maður tekur eftir er grafíkin. BI byrjar ekki með látum heldur tekur sinn tíma í að kynna þér loftborgina. Mikið er lagt upp úr umhverfinu og litadýrðin er algjör; ólíkt því sem maður sér í öðrum leikjum. Bioshock 1 og 2 sýna þér borgir sem hafa munað fífil sinn fegurri en nú fær maður að sjá svona borg (dystópíu) í blóma. Borgarbúarnir ganga um og tala saman, það eru samkomur í gangi, tónlist ársins 1912 ómar um göturnar, loftbelgir og flugskip svífa allt í kring, allir eru hamingjusamir eða þannig virkar það á yfirborðinu. Smátt og smátt koma brot í spegilinn enda varla mjög spennandi leikur annars.

    Bioshock Infinite

    Smáatriðin í umhverfinu eru óteljandi; það er hægt að staldra við nánast hvar sem er og sjá eitthvað nýtt sem maður tók ekki eftir áður. Við endurspilun uppgötvaði ég t.d. eitt páskaegg sem var rakarakvartett fljúgandi um á litlu flugskipi og tók gamla Beach Boys slagarann „God only knows“ á hreint frábæran hátt fyrir framan áhorfendur sem horfa á eða dansa. Glöggir lesendur furða sig kannski á því af hverju lag frá 1966 er flutt árið 1912 en þetta er bara einn af þessum hlutum sem gera borgina svo leyndardómsfulla. En málið er að smáatriðin í leiknum eru svo vel úr garði gerð og svo mörg, að það þarf tíma til að upplifa allt sem leikurinn hefur upp á að bjóða. Það ber að taka fram að leikurinn var spilaður á PS3 og þar sem hún er farin að eldast þá er ekki ólíklegt að grafíkin sé enn tilkomumeiri á góðri PC vél.

     

    Booker DeWitt, geri ég ráð fyrir?

    Bardagakerfi Bioshock leikjanna hafa alltaf notast við samspil vopna, galdra og umhverfisins. Þetta hefur gefið þeim sérstöðu sína og í BI er þetta óbreytt í meginatriðum en eitthvað lagað til og fínpússað. Núna kallast galdrarnir (sem eru í raun nokkurs konar erfðastökkbreyttir eiginleikar) „Vigors“. Elizabeth, sem er hjálparhella Bookers Dewitt, sem þú spilar, hefur einstakan hæfileika sem bætir þátt umhverfisins í bardögum og gerir bardagana skemmtilegri. Einnig hefur Kólumbia nokkurs konar loft-lestarteina á mörgum stöðum („sky-lines“) sem hetjan getur ferðast eftir með segulmögnuðu krókvopni sem hann fær snemma í leiknum. Allt þetta leiðir til þess að maður hefur fleiri möguleika í bardögum en áður; það er hægt að tækla aðstæður á marga vegu og það gerir spilunina betri en áður.

    Allt þetta leiðir til þess að maður hefur fleiri möguleika í bardögum en áður; það er hægt að tækla aðstæður á marga vegu og það gerir spilunina betri en áður.

    Hegðun andstæðinga í bardögum er mjög góð (A.I.). Þeir leita skjóls á skynsaman hátt, hoppa frá skotárás eða hreinlega reyna að hlaupa í burtu. Fyrir vana skotleikjaspilara mæli ég með að spila á erfiðu leikjastillingunni. Eftir að hafa klárað leikinn einu sinni opnast svokallað „1999 mode“ sem er það erfiðasta; ef maður hefur ekki 100 peninga sem er skuldin í hvert sinn sem maður drepst, þá hreinlega endar leikurinn, sama hversu langt maður er kominn. Þetta er skemmtileg áskorun fyrir aðdáanda Dark Souls eins og mig og strax eftir að ég kláraði leikinn byrjaði ég á þessu. Sem merki um hversu góður Bioshock Infinite er þá fór ég í að endurspila hann þrátt fyrir að hafa nokkra nýlega óopnaða leiki á borðinu (viðurkenni það þó að rétt áður en þessi grein var send inn þá datt ég inn í Tomb Raider sem ég hef einnig mjög gaman af).

    Bioshock Infinite

    Eru ekki allir í stuði?

    Irrational Games hafa skapað það stórkostlega veröld að manni finnst hálfgerð synd að þetta sé „bara skotleikur“ og það vaknar sú þörf að vilja vera lengur í þessum heimi og gera eitthvað annað en skjóta á fólk. Nánast öll samskipti eru við Elizabeth, aðra aðalpersónu leiksins, og maður nær engri tenginu við annað fólk. Það að þú sért samt með aðra persónu til að tala við (og að spilarinn sjálfur sé raunveruleg persónu í staðinn fyrir „tabula rasa“ fyrri leikjanna) gerir leikinn ekki eins þrúgandi og þá fyrri. Þetta er semsagt ákveðin stefnubreyting í andrúmslofti; fyrri leikirnir voru drungalegri og angurværari (margir telja fyrsta leikinn hryllingsleik þar sem geðfirrt lið með brúðugrímur réðst á þig með hnífum). Þetta er ekki tilfellið í Bioshock Infinite (þó að sumar drápsaðferðirnar séu nokkuð hryllilegar) og kannski er best að útskýra þetta þannig að BI snýst meira um nútíðina en áður.

    Það var góð ákvörðun að sleppa því að hafa fjölspilun, of margir leikir eru að skella fjölspilunarmöguleika á annars frábæra eins-spilara leiki…

    Það var góð ákvörðun að sleppa því að hafa fjölspilun, of margir leikir eru að skella fjölspilunarmöguleika á annars frábæra eins-spilara leiki og stundum finnst manni eins og þeim tíma hefði verið betur varið í að gera leikina aðeins betri. Bioshock Infinite virðist sanna þá kenningu, ég efast um að leikurinn væri eins góður hefðu þeir ákveðið að nota tíma og orku í fjölspilunarhluta.

    Óendanlegt lífrænt stuð

    Góð þýðing, ekki satt? Hvað getur maður sagt um svona meistarastykki? Bioshock Infinite er svo góður í alla staði og það er erfitt að gefa honum annað en toppeinkunn. Ég gældi við þá hugmynd að fyrst hann er sá þriðji í seríunni þá þyrfti að draga úr einkunn því að frumleikinn væri ekki lengur til staðar í það miklu magni og upprunalega Bioshock en það er einfaldlega ekki satt. Frumleikinn er til staðar og kemur fram í söguþræðinum, tæknilegu útfærslunni á loftborginni Kólumbíu, breytingunum á spilun og mörgu fleira. Ég hef ekki einu sinni talað um hljóð, raddsetningu og tónlist en eins og allt annað þá er það nánast fullkomlega gert; allir raddleikarar standa sig frábærlega og tónlistin er í anda þess sem maður ímyndar sér frá árinu 1912.

    Ef þetta er eitthvað sem þú hefur áhuga á, og sérstaklega ef þú vilt góðan söguþráð (sem er mjög stór kostur við leikinn og ég hef passað mig á að tala ekki um vegna spilla), þá (afsakið klisjuna) einfaldlega máttu ekki láta þennan framhjá þér fara.

     

    Höfundur er  Steinar Logi Sigurðsson,
    fastur penni á Nörd Norðursins.

     

    10 Bioshock bioshock Infinite Leikjarýni skotleikur Steinar Logi Sigurðsson
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaÁ bak við tjöld hryllingsins [MYNDIR]
    Næsta færsla Myndasögurýni: Spider-Man: Reign
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Nörd Norðursins fær nýtt útlit

    3. nóvember 2025

    FM 26 betan byrjar 23. október

    20. október 2025

    The Crew 2 fær netlausan hluta

    20. október 2025

    SI og SEGA sýna úr Football Manager 26

    5. september 2025

    Endalok leikjavéla stríðsins í nánd?

    26. ágúst 2025

    Assassin’s Creed: Mirage fær nýtt aukaefni

    26. ágúst 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Reykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum

    4. nóvember 2025

    Nörd Norðursins fær nýtt útlit

    3. nóvember 2025

    FM 26 betan byrjar 23. október

    20. október 2025

    The Crew 2 fær netlausan hluta

    20. október 2025

    Prófaðu EVE Vanguard á Arena 18. september

    5. september 2025
    Nýjast á Youtube
    Myndbandsspilari
    https://www.youtube.com/watch?v=IFFXC7lrzlo
    00:00
    00:00
    28:12
    Notaðu upp/niður örvahnappana til að auka eða minnka hljóðstyrkinn.
    Leikjarýni
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    8

    Ljós og skuggar Japans

    18. mars 2025

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Reykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum
    • Nörd Norðursins fær nýtt útlit
    • FM 26 betan byrjar 23. október
    • The Crew 2 fær netlausan hluta
    • Prófaðu EVE Vanguard á Arena 18. september
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.