Birt þann 27. febrúar, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Íslenski leikurinn Ceres á Indiegogo
Tölvunarfræðingurinn Tryggvi Hákonarson hefur síðastliðin tvö til þrjú ár unnið að gerð tölvuleiksins Ceres í frítíma sínum. Um er að ræða rauntíma herkænskuleik (RTS) í þrívídd sem gerist í eyðilögðu sólkerfi þar sem ákveðin ringulreið ríkir enn.
Spilarinn stjórnar geimskipum í þessum opna leikjaheimi þar sem hann getur leyst ýmiskonar verkefni, skoðað sig um í geimnum, flutt varninga á milli staða, gerst (geim)ræningi og margt fleira. Ceres hljómar kannski svolítið eins og EVE Online, en Ceres er fyrst og fremst eins manns leikur að svo stöddu.
Tryggvi segjist vilja klára leikinn og þarf til þess fjármagn. Hann hefur sett ítarlegar upplýsingar um leikinn á fjármögnunarsíðuna Indiegogo og þarfnast 22.000 Bandaríkjadala (tæpar 2,8 milljónar kr.) til að klára hann. Allir þeir sem styrkja verkefnið um 15 dollara eða meira fá eintak af leiknum þegar hann er fullgerður.
Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um Ceres og styrkja verkefnið hér á Indiegogo.
Kynningarmyndband Ceres
– BÞJ