Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Bíó og TV»Skiptar skoðanir um hlélausar bíósýningar
    Bíó og TV

    Skiptar skoðanir um hlélausar bíósýningar

    Höf. Nörd Norðursins27. febrúar 2013Uppfært:21. október 2013Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Íslenskir bíógestir hafa lengi deilt um hvort betra sé að sýna kvikmyndir með eða án hlés, á meðan öðrum gæti ekki verið meira sama. Erlendist tíðkast að sýna kvikmyndir í einni lotu án hléa, en hverjir eru kostir og gallar þess að hafa hlé eða hlélausa sýningar?

     

    Kostir og gallar

    Helstu kostir þess að hafa hlé í miðri mynd er að þá geta bíógestir tekið sér stutta pásu og notað tímann t.d. til að fara á klósettið, fylla á poppið, fengið sér smók o.þ.h. Kvikmyndahúsin hafa talað um mikilvægi þess að halda í hléin, því að þeirra sögn myndi miðaverð hækka í kjölfarið þar sem þeir gera ráð fyrir mun minni sölu á sælgæti, poppi, gosi og öðru nasli – jafnvel hefur verið talað um 20% hækkun á miðanum. Ekki eru þó allir sammála þessum rökum.

    Helsti gallinn við að hafa hlé er að það brýtur upp flæði myndarinnar. Það skiptir kannski minna máli í rómatískum gamanmyndum eða þessari hefðbundnu afþreyingarmynd, en skiptir meira máli í kvikmyndum sem vilja ná að byggja upp spennu eða hrylling meðal áhorfenda sem erfitt er að ná aftur upp eftir hlé. Ólíkt mörgum sjónvarpsþáttum sem eru sérstaklega tvinnaðir saman við sjónvarpsauglýsingar, að þá gera leikstjórar og handritshöfundar kvikmynda í fullri lengd ekki ráð fyrir hléi. Stundum heppnast ágætlega að velja réttan stað til að gera hlé á myndinni, en það kemur þó reglulega fyrir að slökkt sé á myndinni í miðju hasaratriði eða miðri setningu sem er ansi lélegur staður til að stoppa hana.

    Mynd sem er sýnd án hlés tekur (augljóslega) styttri tíma til sýningar, sem einnig hefur sína kosti og galla. Til dæmis kostar meira að reka kvikmyndahúsið og starfsemi þessi í þann tíma sem hléin eru, en á móti sjá kvikmyndahúsin meiri gróða í því að hafa hlé en að sleppa þeim. Það má gleyma því að sykur- og gosneysla Íslendinga er ansi mikil, þannig að hléið er eflaust að sinna eftirspurn margra.

     

    Skiptar skoðanir

    Mbl.is hefur spurt lesendur á vef sínum hvort þeir vilji hlé í bíó eða ekki og tóku samtals 4425 manns þátt í könnuninni. Hóparnir voru álíka stórir þar sem 47,7% (2109) sögðust vilja sleppa hléinu á meðan 43,1% (1908) sögðust vilja halda í hléið og voru 9,2% (408) hlutlausir. Sambærileg könnun var gerð á bland.is árið 2011 þar sem 528 tóku tóku afstöðu og var svipað upp á teningnum í þeirri könnun þar sem 37,1% (196) sögðust vilja sleppa hléinu og 51,7% (273) vildu halda því á meðan 11,2% (59) voru hlutlausir.

    Eldri kannanir sýna að skiptar skoðanir eru meðal bíógesta um ágæti hlésins. En ætli hlutfallið hafi haldist óbreytt? Til að komast að því spurðum við á Facebook hvort fólk vildi heldur fara á bíósýningu með eða án hléi. Niðurstöðurnar eru þessar:

     

    Bió - hlé

     

    Það er ljóst að lítið hefur breyst og bíógestir halda áfram að skiptast í tvær svipað stórar fylkingar. En hvað ætli valdi því að fólk hafi svona sterkar og misjafnar skoðanir á þessu? Trúlega spila margir þættir inn í þetta, t.d. er hefðin fyrir því að hafa hlé orðin mjög sterk hér á landi, einnig getur skipt máli hvort fólk líti frekar á kvikmyndir sem list eða form afþreyingar, eða hvort bíógestir fara svangir eða saddir í bíó – allt getur þetta skipt máli. Gaman væri að sjá hvað þeir segja sem hafa upplifað bæði; þ.e.a.s. bíósýningu með hléi og án hlés.

    Miðað við þessar niðurstöðum eru flest íslensk kvikmyndahús aðeins að sinna þörfum helmingi bíógesta.

     

    Hvort myndir þú heldur velja; bíósýningu MEÐ HLÉI eða ÁN HLÉS?

     

     

    Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
    ritstjóri Nörd Norðursins.

     

    bíó bíógestir Bjarki Þór Jónsson hlé hlélaus hlélausar sýningar Ísland kvikmyndahús skoðanarkönnun
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaÍslenski leikurinn Ceres á Indiegogo
    Næsta færsla Kaldi gengur til liðs við Team Infused
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.