Bækur og blöð

Birt þann 25. janúar, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Hvítir múrar borgarinnar – Ný íslensk vísindaskáldaga

Hvítir múrar borgarinnar er ný íslensk vísindaskáldsaga eftir Einar Leif Nielsen sem kemur út í rafbókaformi í dag fyrir alla gerðir rafbókalesara. Í tilefni útgáfunnar sendi bókaútgáfan Rúnatýr eftirfarandi fréttatilkynningu frá sér í dag:

Í Hvítum múrum borgarinnar lýsir Einar Leif Nielsen framtíðarsýn þar sem allt er falt fyrir rétt verð, hverfi eru afgirt og ólíkar stéttar aðskildar. Þetta er áhugaverð vísindaskáldaga sem sækir í sama brunn og Cyberpunk og Blade Runner. Bókin kemur út í rafbókaformi í dag!

Í borg framtíðarinnar er allt falt fyrir rétt verð. Hverfi eru girt af með veggjum til að verja borgarana fyrir hvor öðrum og mismunandi stéttir aðskildar. Þeim sem standa ekki við skuldbindingar sínar er vísað úr borginni eða jafnvel teknir af lífi. Lex Absque er starfsmaður Vegarins sem innheimtir skuldir fyrir stórfyrirtækið Mammon. Þegar fjármálastjóri fyrirtækisins er myrtur kemur það í hlut Lex að leysa málið. Morðinginn er auðfundinn en Lex er ósáttur við lyktir málsins og ákveður að leita sannleikans upp á eigin spýtur. Þar með setur hann af stað atburðarás sem mun hafa áhrif á alla borgarbúa.

Einar Leif NielsenBankastarfsmaður skrifar vísindaskáldsögu

Einar Leif Nielsen er fæddur í Reykjavík og uppalinn í vesturbænum. Hann er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og með B.Sc. í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Að prófi loknu lá leiðin til Danmerkur í framhaldsnám þar sem Einar lauk M.Sc. prófi í hagnýtri stærðfræði árið 2006. Síðan þá hefur Einar starfað á Íslandi og lengst í fjármálatengdum störfum. Hvítir múrar borgarinnar er fyrsta skáldsaga Einars en hann hefur ávallt skrifað mikið þó það hafi ekki ratað á opinberan vettvang fyrr.

Rafbók – aðgengileg öllum rafbókalesurum

Bókin kemur út í rafbókaformi í dag fyrir alla gerðir rafbókalesara og verður fáanleg hjá Skinna.is og Emma.is. Bókin er gefin út af bókaútgáfunni Rúnatý sem leggur áherslu á útgáfu bókmennta sem alla jafna hafa lítið sést hérlendis,s .s. hrollvekjur, fantasíur og vísindaskáldsögur. Rúnatýr leggur einnig mikið upp úr rafbókaútgáfu og gefur alla sína titla út á rafrænu formi sem aðgengilegt er fyrir alla rafbókalesara. Þess má geta að Rúnatýr merkir guð rúnanna, eða sá sem valdið hefur yfir rúnum, sem verður að teljast skemmtilegt nafn á bókaútgáfu.

Fréttatilkynning frá Rúnatý

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑