Birt þann 17. desember, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Leikjarýni: Call of Duty: Black Ops II [MYNDBAND]
Call of Duty: Black Ops II leikjagagnrýnin er fyrsta vídjógagnrýni Nörd Norðursins.
Hingað til höfum við eingöngu birt gagnrýni í textaformi á heimasíðu okkar, en nú höfum við ákveðið að bregða útaf vananum og prófa eitthvað nýtt. Við hvetjum svo lesendur til að láta í sér heyra og segja hvernig þeim líst á þessa breytingu.
Við þetta má bæta að það tekur ekki nema um sjö klukkutíma að klára sögurþráð leiksins, sem er orðið nokkuð algeng lengd á söguþráðum í fyrstu persónu skotleikjum. Í leiknum þarf spilarinn að taka ákvarðanir sem hafa áhrif á hvernig leikurinn endar sem eykur líftíma leiksins. Sögurþráðurinn er það góður að það er auðveldlega hægt að hugsa sér að spila hann oftar en einu sinni.
Helsti kostur leiksins er án efa fjölbreytnin í honum, bæði í söguþræði leiksins og úrvali vopna og verkefna. Þrátt fyrir minniháttar galla og heilan haug af steríótýpum að þá er Call of Duty: Black Ops II klárlega einn af betri fyrstu persónu skotleikjum ársins 2012.
Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri Nörd Norðursins.