Íslenskt
Birt þann 8. júlí, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Tunglryk og Titanic tikka á Laugaveginum!
Við hjá Nörd Norðursins kíktum í heimsókn til Michelsen úrsmiða fyrr í dag og fengum að skoða DNA úrlínuna frá Romain Jerome. Úrin eru þrjú talsins og eru unnin úr ansi óvenjulegum hráefnum; Titanic-DNA sem eru framleidd að hluta til úr stáli og kolum úr Titanic, Moon-DNA sem eru framleidd að hluta til úr Apollo 11 geimskipinu og tunglryki og að lokum Eyjafjallajökull-DNA sem eru framleidd að hluta til úr ösku og hrauni úr Eyjafjallajökli.
Við munum fjalla nánar um úrin frá Romain Jerome í næsta tölublaði af Nörd Norðursins sem kemur út þriðjudaginn 2. ágúst.