Íslenska tónlistarkonan Lúpína syngur frumsamið lag í tölvuleiknum Echoes of the End frá íslenska leikjafyrirtækinu Myrkur Games. Lagið sem ber heitið Bergmál heyrist meðal annars í útgáfustiklu leiksins og þykir einkum áhrifamikið og grípandi. Við ákváðum að heyra Nínu Solveig Andersen, eða Lúpínu eins og hún kallar sig, og spyrja hana nánar út vinnuferlið á laginu Bergmál.
Laglínan og textinn kom til mín fljótlega eftir fyrsta fund með Myrkur tónlistarteyminu þar sem þau útskýrðu hvernig lag þau sáu fyrir sér og söguþráð leiksins.
„Ég samdi lagið út frá söguþræði leiksins. Laglínan og textinn kom til mín fljótlega eftir fyrsta fund með Myrkur tónlistarteyminu þar sem þau útskýrðu hvernig lag þau sáu fyrir sér og söguþráð leiksins. Ég vissi að ég vildi halda lagasmíðunum mjög einföldum og bara vinna með eina eða tvær laglínur sem myndu endurtaka sig og byggja upp hljóðheiminn í kringum þær laglínur.“ segir Lúpína.
„Ég byrjaði lagasmíðarnar ein við píanóið heima hjá mér og samdi þá vers laglínuna og textann á mjög stuttum tíma. Ég tók svo þann grunn í stúdíó til Gríms Einarssonar, próduser og við tókum upp hugmyndina, sömdum B-laglínuna, skipulögðum uppbyggingu lagsins og próduseruðum allan grunn lagsins fyrir utan kór og hljóðfæra upptökur. Viktor Ingi Guðmundsson, sem gerði alla tónlistina fyrir Echoes of the End tók svo við og bætti kór, strengjum og fleiri hljóðfærum við í útsetninguna, og lét þannig lagið passa inn í heildina.“
Þetta var mjög skemmtilegt ferli og ég mér fannst mjög gaman að semja út frá öðru sjónarhorni. Þetta var fyrsta tölvuleikjatónlistin sem ég hef gert, en vonandi ekki sú síðasta!
Þetta er í fyrsta sinn sem Lúpína kemur að því að semja tónlist fyrir tölvuleik en vonar að fleiri tækifæri muni koma upp í framtíðinni. „Þetta var mjög skemmtilegt ferli og ég mér fannst mjög gaman að semja út frá öðru sjónarhorni. Þetta var fyrsta tölvuleikjatónlistin sem ég hef gert, en vonandi ekki sú síðasta!“
Hægt er að hlusta á lagið Bergmál hér fyrir ofan ásamt því að nálgast spilunarlista yfir lögin í Echoes of the End eftir Viktor Inga Guðmundsson hér á Spotify. Nánari upplýsingar um tónlist Lúpínu má finna á heimasíðu hennar lupinamusic.com.
Samsett mynd: Lúpína – Bergmál á Spotify og skjáskot úr Echoes of the End í bakgrunni.
