Hin árlega UTmessa verður haldin dagana 6. – 7. febrúar í Hörpu. Á UTmessunni eru fjölbreytt tölvu- og tæknimál sett í brennidepil. Að venju hefst hátíðin á ráðstefnudegi föstudaginn 6. febrúar þar sem gestir geta valið á milli mismunandi þemalína eins og gervigreind, framtíðina, gögn, hugbúnaðarþróun, rekstur, stafræna þróun, öryggi og fleira. Nauðsynlegt er að skrá sig á ráðstefnudaginn og kostar miðinn 50.000 kr. fyrir meðlimi Ský, en 65.000 kr. fyrir aðra.
Laugardaginn 7. febrúar fer svo fram sýning tæknifyrirtækja og skóla sem er ókeypis og öllum opin. Fjölbreytt dagskrá verður í boði og fjöldi fyrirtækja með sýningarbása, þar á meðal Origo, Advania, Ofar, Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík.
Við hjá Nörd Norðursins viljum vekja sérstaka athygli á nýrri messu innan UTmessunnar sem kallast Leikjamessa.

Við hjá Nörd Norðursins viljum vekja sérstaka athygli á nýrri messu innan UTmessunnar sem kallast Leikjamessa. Þar verða alls tólf íslensk leikjafyrirtækja sem munu kynna nýlega tölvuleiki sem og tölvuleiki sem eru enn í þróun. Leikjafyrirtækin sem verða með sýningarbás eru: 1939 Games, Aska Studios, Bunkhouse Games, CCP Games, Myrkur Games, Parity, Porcelain Fortress, Project Mox, Solid Clouds, Tasty Rook og The Other Fish. Auk þess verður námsleikurinn Evolytes með bás.
Myndir: Skjáskot af UTmessan.is
