The Game Awards, ein stærsta tölvuleikjaverðlaunahátíð heims, mun fara fram í Los Angeles í Bandaríkjunum fimmtudaginn 11. desember. Á The Game Awards eru fjöldi tölvuleikja verðlaunaðir fyrir að hafa staðið upp úr þegar litið er til frumleika, gæði, hönnunar, aðgengi og fleirri þátta. Rætt var um tilnefningarnar í ár í 63. þætti Leikjavarpsins. Þar var meðal annars bent á hve margar tilnefningar AA-leikir og indíleikir fá. Í aðalflokknum Leikur ársins (Game of the Year) eru aðeins tveir stórleikir (AAA) af þeim sex leikjum sem tilnefndir eru. Tveir til viðbótar flokkast sem AA-leikir og seinustu tveir sem indíleikir.
Að venju má búast við fjölmörgum nýjum sýnishornum úr væntanlegum leikjum og hver veit nema það verði einhverjar óvæntar fréttir sem bíða okkar. Á síðast ári fengum við meðal annars að sjá ný sýnishorn úr The Witcher IV, Split Fiction og nýjum leik frá höfundum Shadow of the Colossus.
Clair Obscur: Expedition 33 er tilnefndur til flestra verðlauna eða 12 að tölu, sem eru flestar tilnefningar sem leikur hefur fengið frá upphafi The Game Awards.
Alls eru hátt í 30 verðlaunaflokkar í ár, þar á meðal fyrir tölvuleik ársins, bestu frásögnina, bestu tónlista, besta indíleikinn, besta sýndarveruleikaleikinn, rafíþróttaleikinn, rafíþróttaliðið og fleira. Clair Obscur: Expedition 33 er tilnefndur til flestra verðlauna eða 12 að tölu, sem eru flestar tilnefningar sem leikur hefur fengið frá upphafi The Game Awards. Hér fyrir neðan má finna lista yfir nokkra valda verðlaunaflokka en það er hægt að sjá alla flokkana á heimasíðu The Game Awards.
➜ Bein útsending frá The Game Awards hefst rétt eftir miðnætti, eða aðfaranótt föstudagsins á Íslandi þann 12. desember kl. 00:30 (GMT). Hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu hér á YouTube-rás The Game Awards.
Leikur ársins
- Clair Obscur: Expedition 33
- Death Stranding 2: On the Beach
- Donkey Kong Bananza
- Hades II
- Hollow Knight: Silksong
- Kingdom Come: Deliverance II
Besta frásögnin
- Clair Obscur: Expedition 33
- Death Stranding 2: On the Beach
- Ghost of Yotei
- Kingdom Come: Deliverance II
- Silent Hill f
Besta listræna stjórnunin
- Clair Obscur: Expedition 33
- Death Stranding 2: On the Beach
- Ghost of Yotei
- Hades II
- Hollow Knight: Silksong
Besta tónlistin
- Clair Obscur: Expedition 33
- Death Stranding 2: On the Beach
- Ghost of Yotei
- Hades II
- Hollow Knight: Silksong
Besti leikur (performance)
- Benn Star (Clair Obscur: Expedition 33)
- Charlie Cox (Clair Obscur: Expedition 33)
- Erika Ishii (Ghost of Yotei)
- Jennifer English (Clair Obscur: Expedition 33)
- Konatsu Kato (Silent Hill f)
- Troy Baker (Indiana Jones and the Great Circle)
Hugvekjuleikur (Games for Impact)
- Consume Me
- despelote
- Lost Records: Bloom & Rage
- South of Midnight
- Wanderstop
Besti indíleikurinn
- Absolum
- BALL x PIT
- Blue Prince
- Clair Obscur: Expedition 33
- Hades II
- Hollow Knight: Silksong
Besti snjalltækjaleikurinn
- Destiny: Rising
- Persona 5: The Phantom X
- Sonic Rumble
- Umamusume: Pretty Derby
- Wuthering Waves
Besti fjölskylduleikurinn
- Donkey Kong Bananza
- LEGO Party!
- LEGO Voyagers
- Mario Kart World
- Sonic Racing: CrossWorlds
- Split Fiction
Besti fjölspilunarleikurinn
- ARC Raiders
- Battlefield 6
- Elden Ring Nightreign
- PEAK
- Split Fiction
Mynd: The Game Awards
