Háskólinn í Reykjavík býður upp á áfanga í leikjahönnun sem ber heitið Computer Game Design and Development og er á BSc-stigi. Í lok annar kynna nemendur áfangans leikjahugmyndir sínar og bjóða upp á svokallaðan „Game Dev Demo Day“ þar sem allir geta mætt og prófað leikina. Þessa haustönn verður hægt að prófa átta nýja leiki sem hafa verið í þróun í tvær vikur.
„Game Dev Demo Day“ fer fram í Háskólanum í Reykjavík mánudaginn 15. desember kl. 16:00 – 18:30 í stofu M201.
