Samtök leikjaframleiðenda á Íslandi (IGI) hafa opnað fyrir endurbættan vef sem inniheldur nýtt útlit og ný og uppfærð gögn. Vefurinn hafði ekki verið uppfærður með nýjum gögnum í tvö til þrjú ár þar sem nýjustu tölur um íslenska leikjaiðinaðinn voru frá árinu 2022 á eldri vef samtakanna.
Á endurbætta vef IGI (sem stendur fyrir Icelandic Game Industry) taka skilaboðin – A Gaming Nation in the North – á móti gestum. Í framhaldinu er talað um að Ísland sé lítil þjóð sem hefur þó mikil áhrif á leikjasenuna. Nýja útlit vefsins tengist vel við viðburðinn Icelandic Game Fest sem fram fer laugardaginn 22. nóvember næstkomandi.
Samkvæmt gögnum sem samtökin birta á heimasíðunni starfa að lágmarki 24 fyrirtæki í leikjabransanum á Íslandi í dag og hafa leikjafyrirtækin aldrei verið fleiri. Hér er rýnt nánar í gögnin.
Leikjalisti IGI hefur einnig verið uppfærður. Echoes of the End, Walk of Life og Q-UP eru nú þar á meðal en þessa leiki var ekki að finna á eldri vef samtakanna. Á nýja vefnum er að finna fróðleik um samtökin og hægt að renna í gegnum myndræna tímalínu þar sem farið yfir merka viðburði í sögu leikjaiðnaðarins á Íslandi, allt frá stofnun CCP Games árið 1997 til ársins 2025.
Á nýja vefnum er að finna fróðleik um samtökin og hægt að renna í gegnum myndræna tímalínu þar sem farið yfir merka viðburði í sögu leikjaiðnaðarins á Íslandi, allt frá stofnun CCP Games árið 1997 til ársins 2025.
Þess má geta að þá mun Samtök leikjaframleiðenda í samstarfi við við Samtök iðnaðarins og Íslandsstofu halda viðburðinn Icelandic Game Fest á Arena Gaming og Steam leikjaveitunni þann 22. nóvember næstkomandi. Þar gefst gestum kostur á að prófa leiki sem hannaðir eru af leikjafyrirtækjum á Íslandi og spjalla við hönnuði leikjanna sem verða á staðnum.
Mynd: Skjáskot af vef IGI.is
