Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“
    Fréttir

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    Höf. Bjarki Þór Jónsson14. nóvember 2025Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Fyrr í vikunni kom leikurinn Master Lemon: The Quest for Iceland út á PC (Steam), PlayStation 5, Xbox Series S|X og Nintendo Switch. Leikurinn er þróaður og hannaður af brasilíska leikjafyrirtækinu Pepita Digital og gerður til að heiðra minningu André Lima sem lést í bílslysi stuttu eftir að hafa flutt til Íslands. Við ræddum við Julio Santi sem er leikjahönnuður leiksins og jafnframt góður vinur Andrés.

    „Ég kynntist André þegar ég var 19 ára og komst fljótt að því að hann hafði mikinn áhuga á tungumálum“ segir Julio. „André dreymdi um að læra íslensku og dáði íslenska menningu. Hann var búinn að læra fjölda tungumála en það var eins og hans æðsta markmið hafi verið að læra íslensku. Alveg síðan að hann var barn vildi hann læra íslensku sökum þess hve einstakt málið er.“

    Árið 2015 fékk André vinnu á Íslandi og flutti til Íslands með það markmið að læra tungumálið og kynnast Íslandi betur. Ári síðar fer hann í ferðalag um Austur-Evrópu og lenti þar í bílslysi sem kostaði hann lífið, þá aðeins 27 ára gamall. Julio Santi segir að missirinn hafi verið erfiður og að hann vildi heiðra minningu hans í gegnum tölvuleik. Julio hafði aldrei búið til tölvuleik áður en er með reynslu úr kvikmyndaheiminum þar sem hann var þá búinn að gefa út tvær kvikmyndir í fullri lengd. „Ég elska að segja sögur og vildi gera tölvuleik. André kenndi mér að fylgja draumum sínum og gefast aldrei upp.“

    „Ég elska að segja sögur og vildi gera tölvuleik. André kenndi mér að fylgja draumum sínum og gefast aldrei upp.“

    Master Lemon: The Quest for Iceland flokkast sem sögudrifinn ævintýraleikur. Leikurinn spilast sem pikk-öpp-leikur þar sem Lemon, aðalsöguhetja leiksins, þarf að finna hluti og tala við persónur sem á vegi hans verða. Sérkenni leiksins er notkun hans á ólíkum tungumálum. Á leið sinni um ævintýraheima lærir Lemon fjölda nýrra orða frá ýmsum löndum, þar á meðal íslensk orð sem gefa honum nýja krafta eða vísbendingar sem ýta sögunni áfram. Meðal þess sem Lemon lærir er orðið „styrkur“, „víðsýni“ og „þetta reddast.“

    André Lima Julio Santi Master Lemon The Quest for Iceland Pepita Digital tungumál
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaGeorge R.R. Martin áritar í Nexus 15. nóvember
    Næsta færsla Icelandic Game Fest haldið í fyrsta sinn
    Bjarki Þór Jónsson

    Svipaðar færslur

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Leikjavarpið #64 – Allt það helsta frá The Game Awards 2025

    16. desember 2025

    Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember

    14. desember 2025

    Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025

    13. desember 2025
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Leikjavarpið #64 – Allt það helsta frá The Game Awards 2025

    16. desember 2025

    Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember

    14. desember 2025

    Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025

    13. desember 2025
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    Leikjarýni
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð
    • Leikjavarpið #64 – Allt það helsta frá The Game Awards 2025
    • Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember
    • Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025
    • Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.