Gísli Konráðsson hefur haldið upp góðu samtali við íslenska spilara um tölvuleiki og leikjahönnun á TikTok undanfarð. Gísli er tölvuleikjahönnuður sem hefur mikla reynslu úr tölvuleikjabransanum og býður meðal annars upp á námskeið í tölvuleikjaþróun fyrir byrjendur.
Í nýlegri TikTok færslu veltir Gísli þeirri hugmynd fyrir sér að stofna tölvuleikjabókaklúbb sem virkar eins og hefðbundinn bókaklúbbur, nema þar sem tölvuleikir eru spilaðir í stað þess að lesa bækur. Hugmyndin er sú að ákveðinn leikur er valinn fyrir hópinn sem fær svo dágóðan tíma til að spila leikinn, í framhaldinu myndu þátttakenndur taka þátt í einhverskonar umræðum um tölvuleikinn og skiptast á skoðunum.
Okkur nördunum þykir þetta frábær hugmynd og hvetjum alla sem taka undir það að fylgja Gísla á TikTok og lýsa yfir áhuga á þátttöku í kommentakerfinu við færsluna.
@oroi_tolvuleikjathroun Ég er með hugmynd af tölvuleikjabókaklúbb! Er það eitthvað sem hljómar spennandi? #íslenska #fyrirþig #tölvuleikir #íslenksttiktok ♬ original sound – Gísli – Órói Tölvuleikjaþróun
