Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»GTA 6 seinkað um hálft ár
    Fréttir

    GTA 6 seinkað um hálft ár

    Höf. Sveinn A. Gunnarsson6. nóvember 2025Uppfært:6. nóvember 2025Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Útgefandinn Take-Two hefur tilkynnt að leikurinn Grand Theft Auto VI hefur verið seinkað á ný, og nú á hann að koma út þann 19. nóvember 2026. Þessar fréttir komu sem hluti af fjármálauppgjöri fyrirtækisins til fjárfesta.

    „Okkur þykir það leitt að bæta við auknum tíma, við þann tíma sem fólk hefur beðið eftir leiknum. Þessir auka mánuðir munu gera okkur kleyft að klára leikinn með auknum gæðum sem þið gerið ráð fyrir og eigið skilið,“ sagði Rockstar Games í tilkynningu á vefsíðu sinni.

    Hlutabréf Take-Two tóku strax dýfu niður þegar fréttirnar komu út, GTA V kom fyrst út 2013 á PlayStation 3 og Xbox 360, síðar kom leikurinn út á PC, og hefur á síðustu tólf árum fengir útgáfur á PS4, PS5, Xbox One, Xbox Series vélarnar og selst í yfir 215 milljón eintökum á heimsvísu og skilað nærri 10 billjón dollurum í kassann í sölutekjum. 

    Forstjóri Take-Two, Strauss Zelnick, sagði í viðtali IGN um seinkunina:
    „Við höfum haft meiri tíma til að þróa leikinn, og við erum nú nær útgáfu. Við erum þakklát fyrir að hann sé enn innan sama fjárhagsárs. Og fyrst og fremst erum við þakklát Rockstar fyrir að sækjast stöðugt eftir fullkomnun.“

    Hann bætti við: „Við höfum mjög góða tilfinningu fyrir þessari útgáfu dagsetningu. Hún er innan sama fjárhagsárs, hún fellur á frábæran útgáfutíma, og að sjálfsögðu styðjum við nálgun Rockstar heilshugar.“

    GTA 6 mun koma út með gríðarlega stórar eftirvæntingar á bakinu. Það verða þrettán ár síðan að GTA 5 kom út og biðin hefur verið löng fyrir fólk á meðan. Það er búist við að leikurinn nái að seljast í yfir 40 milljón eintökum á fyrsta ári sínu í sölu. 

    Það má búast við að þessi seinkun á GTA 6 muni hafa áhrif á leikja útgáfu næsta árs, leikir voru nú þegar búin að vera að færa sig frá útgáfudegi leiksins til að verða ekki hreinlega undir risanum sem er GTA serían.

    Heimild: Gamespot

    grand theft auto gta GTA 6 GTA VI pc PS5 PS5 Pro Rockstar Games Xbox Series X|S
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaReykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum
    Næsta færsla Echoes of the End í endurbættri útgáfu
    Sveinn A. Gunnarsson

    Svipaðar færslur

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Leikjavarpið #64 – Allt það helsta frá The Game Awards 2025

    16. desember 2025

    Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025

    13. desember 2025
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Leikjavarpið #64 – Allt það helsta frá The Game Awards 2025

    16. desember 2025

    Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember

    14. desember 2025

    Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025

    13. desember 2025
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    Leikjarýni
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð
    • Leikjavarpið #64 – Allt það helsta frá The Game Awards 2025
    • Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember
    • Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025
    • Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.