Fyrr í þessum mánuði kom leikurinn Master Lemon: The Quest for Iceland út á PC (Steam), PlayStation 5, Xbox Series S|X og Nintendo Switch. Leikurinn er þróaður og hannaður af brasilíska leikjafyrirtækinu Pepita Digital og gerður til að heiðra minningu André Lima sem lést í bílslysi stuttu eftir að hafa flutt til Íslands.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá brot úr fyrsta hálftíma leiksins þar sem aðalpersónan, Lemon, er að undirbúa sig fyrir ferðalag til Íslands.
