Myrkur Games hefur gefið út endurbætta útgáfu af tölvuleiknum Echoes of the End. Uppfærslan er það stór að mati þeirra hjá Myrkur Games að ekki dugar að kalla þetta hefðbundna uppfærslu. Nýja útgáfan ber heitið Echoes of the End: Enhanced Edition og inniheldur meðal annars nýtt erfiðleikastig, nýjan klæðnað á Ryn (aðalpersónu leiksins), breytingar á hreyfingu og stjórnun auk þess sem grafíkin í leiknum og hæfileikjatré hafa fengið uppfærslu. Echoes of the End: Enhanced Edition fylgir sjálfkrafa frítt með eldri útgáfum leiksins.
Echoes of the End: Enhanced Edition fylgir sjálfkrafa frítt með eldri útgáfum leiksins.
Halldór Snær Kristjánsson, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Myrkur Games, og starfsmenn fyrirtækisins fara yfir innihald nýjustu útgáfu Echoes of the End: Enhanced Edition í myndbandi sem var birt 30. október á YouTube-síðu Myrkur Games.
Echoes of the End kom út 12. ágúst síðastliðinn á Steam, PlayStation 5 og Xbox Series S|X og er jafnframt fyrsti leikurinn frá íslenska leikjafyrirtækinu Myrkur Games. Leikurinn hefur fengið blendnar móttökur (Metacritic) en flestir spilara virðist þó vera nokkuð jákvæður í garð leiksins þegar þessi frétt er skrifuð. Myrkur Games hefur brugðist hratt við athugasemdum frá spilurum allt frá útgáfu leiksins og hefur hlotið lof fyrir sýnilega ástríðu sína á leiknum og frábærum viðbrögðum við athugasemdum spilara um hvað megi betur fara. Greinilegt er að starfsfólk Myrkur Games er að hlusta á sína spilara og segist ætla að halda því áfram.
Sökum útgáfu Echoes of the End: Enhanced Edition hefur verið ákveðið að fresta birtingu á leikjarýni leiksins á vef Nörd Norðursins.
