Ókeypis prófanir verða á EVE Vanguard þar sem hverju og einum verður boðið upp á að upplifa einstaka spennu og frábæra skotleikjaupplifun. Starfsmenn CCP Games verða á staðnum og taka þátt í fjörinu.
Tölvuleikjafyrirtækið CCP Games í samstarfi við GameTíví, Nörd Norðursins og Leikjaspjallið býður spilurum upp á prófa EVE Vanguard, nýjan skotleik sem er í þróun hjá CCP Games. CCP Games eru hvað þekktastir fyrir fjölspilunarleikinn EVE Online og EVE Fanfest hátíðina sem er stærsti tölvuleikjaviðburðurinn sem haldinn er á Íslandi ár hvert.
Ókeypis prófanir verða á EVE Vanguard þar sem hverju og einum verður boðið upp á að upplifa einstaka spennu og frábæra skotleikjaupplifun. Starfsmenn CCP Games verða á staðnum og taka þátt í fjörinu.
Ekki missa af þessum einstaka viðburði sem fer fram fimmtudaginn 18. september kl. 19:00 á Arena. Athugið að sérstakur EVE varningur verður í boði fyrir þá gesti sem mæta snemma!
Skoðaðu viðburðinn á Facebook: https://fb.me/e/bTgRuu7UG
