Franski útgefandinn Ubisoft hefur staðfest að nýtt DLC (niðurhalsefni) sé á leiðinni fyrir Assassin’s Creed: Mirage síðar á þessu ári.
Leikurinn kom út árið 2023 og fjölluðum við um hann hérna á síðunni.
Leikurinn byrjaði líf sitt sem aukaefni fyrir Assassin’s Creed: Valhalla áður en hann var gerður að sjálfstæðum leik. Síðan þá höfum við fengið Assassin’s Creed: Shadows sem kom út í fyrra, svo það er pínu skondið að fá aukaefni fyrir leik eftir þennan tíma.
Nýja efnið mun innihalda sögukafla og verkefni sem gerast á 9. öldinni í arabísku borginni AlUla.
Ubisoft hefur sagt að þessi viðbót mun koma með endurbætur á spilun leiksins ásamt þessu nýja svæði sem frítt aukaefni fyrir leikinn.
Þessar fréttir koma eftir að Ubisoft fékk fjárfestingu frá fjárfestingarsjóðinum PIF sérstaklega til að búa til þetta aukaefni fyrir leikinn. Þessi sjóður eins og landið Saudi-Arabía eru vægast umdeildur og tengdur við ýmsa neikvæða hluti í landinu.
PIF sjóðurinn á hlusta í ótal leikjafyrirtækjum eins og; Take Two Interactive, Nintendo, EA, Embrace, Nexom og Capcom.
Heimild: Eurogamer
