Fréttir

Birt þann 21. apríl, 2025 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

Bethesda mun mögulega kynna TES IV: Oblivion Remastered á morgun

Eftir ótal orðróma og leka þá virðist Bethesda fyrirtækið loksins tilbúið að svipta hulunni af endurgerðinni af The Elder Scrolls IV: Oblivion með kynningu á morgun. 

Í pósti á Twitter/X í dag þá var staðfest tímasetning fyrir kynningu á morgun um 15:00 að Íslenskum tíma á Twitch og Youtube rásum Bethesda. Þó að það hafi ekki verið staðfest hvaða leik það ætti að kynna nákvæmlega, þá var ekki beint erfitt að giska hvað gæti verið kynnt. Miðað við að það var stórt IV merki á miðri myndinni og myndefni undir því sem minnti óneitanlega á opinbert efni úr Oblivion. 

Við erum búin að vera að að heyra óstaðfestar fréttir í kringum þessa útgáfu reglulega síðustu vikur og mánuði. Í gögnum sem komu fram í málaferlum Microsoft við FTC fjarskiptastofnunina í Bandaríkjunum árið 2023 þá kom fram í þeimur gögnum að fyrirtækið stefndi á að gefa út endurgerð af Oblivion og síðar Fallout 3. Þessar upplýsingar voru gamlar og erfitt að segja til hvað rétt var í þeim, Covid-19 faraldurinn skall á heimsbyggðina og allt frestaðist og færðist til eftir á. 

Ef að má marka þá orðróma sem hafa verið að leka út síðustu vikurnar, þá stefna Bethsda og Microsoft að endurgera The Elder Scrolls IV: Oblivion leikinn frá árinu 2006 sem kom út fyrir PC, Xbox 360 og ári síðar á PlayStation 3 og mun hann keyra á Unreal 5 grafíkvélinni. 

Fyrirtækið sem er sagt leiða vinnuna við endurgerðina af TES IV: Oblivion er Virtuous Studios sem hafa unnið sem samstarfs studíó og hjálpað til með ótal tölvuleiki eins og; Dune Awakening, Horizon VR: Call of the Mountain, The Callisto Protocol, Cyberpunk 2077, Metal Gear Solid Delta: Snake Eater, ásamt að yfirfæra eða “porta” marga leiki yfir á annan vélbúnað. 

Samkvæmt orðrómum sem hafa verið lengi í gangi, þá mun The Elder Scrolls IV: Oblivion koma út á PC, Xbox og PlayStation og mögulega koma út sama dag og hann verður kynntur, ásamt að verða fáanlegur strax í gegnum Game Pass þjónustu Microsoft á Xbox og PC. Einnig mun mögulega allt niðurhals efni (DLC) sem var áður gefið út fyrir leikinn, verða hluti af þessari útgáfu.

Þetta verður vonandi ekki eina Oblvion útgáfa ársins, hópur moddara er búin að vinna í nokkur ár að yfirfæra Oblivion yfir í grafíkvélina sem The Elder Scrolls V: Skyrim – Special Edition keyrir á. Þessi útgáfa af leiknum verður frí fyrir fólk að nálgast og á að koma út á þessu ári. Þetta er búið að vera ótrúlega metnaðarfullt verkefni sem er búið að vera gaman að fylgjast með.

Hægt er að skoða meira um SkyOblivion á heimasíðu þeirra.

Við ættum að vita meira á morgun og við verðum kannski spilandi þessa endurgerð stuttu síðar ef að orðrómarnir reynast réttir.

Heimild: IGN

Deila efni

Tögg: , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑