Birt þann 18. nóvember, 2024 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson
0Þetta er Xbox – Ný Xbox auglýsing vekur umtal
Ný Xbox auglýsing birtist á YouTube-rás Xbox í seinustu viku þar sem Microsoft vekur athygli á því að Xbox sé í raun ekki aðeins Xbox leikjatölvan, heldur líka síminn, tölvan, sjónvarpið og ýmsar aðrar græjur sem geta spilað tölvuleiki. Auglýsingin hefur vakið umtal þar sem fyrirtækið auglýsir Xbox ekki sem vélbúnað, heldur sem leikjaþjónustu sem hægt er að nálgast á mismunandi vélbúnuðum. Með því að sækja Xbox appið eða sérstakan viðauka í þessi tæki getur notandinn spilað tölvuleiki, en þessi þjónusta er þó alls ekki í boði hvar sem er, til að mynda er hún ekki í boði á Íslandi.
Auglýsingin umdeilda er hluti af nýrri markaðsherferð Xbox og var meðal umræðuefnis í nýjasta þætti leikjavarpsins.
Mynd: Skjáskot úr This Is an Xbox auglýsingu