Birt þann 24. október, 2024 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson
0Leikurinn Landnáma kominn á snjalltæki og styður íslensku
Í indíleiknum Landnáma ferðast þú aftur til landnámsaldar og siglir til Íslands með það markmið að koma á byggð og setjast hér að. Þó svo að leikurinn gerist allur á Íslandi þá er Sonderland, leikjafyrirtækið sem bjó til leikinn, þýskt og samanstendur af þrem vinum frá Þýskalandi, Frakklandi og Kanada. Við hjá Nörd Norðursins gagnrýndum leikinn fyrir skemmstu og gáfum honum fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Hægt er að lesa leikjarýnina í heild sinni hér.
Með nýjustu uppfærslu leiksins bætist við íslenskur tungumálastuðningur […]
Landnáma var upphaflega gefinn út árið 2023 á Steam en kom út á Nintendo Switch og Xbox síðastliðið sumar. Nú hafa snjalltækin bæst við og er leikurinn aðgengilegur á Android og iOS frá og með deginum í dag. Með nýjustu uppfærslu leiksins bætist við íslenskur tungumálastuðningur sem undirritaður ber ábyrgð á.
Ekkert kostar að prófa leikinn í snjalltækjum en full útgáfa af leiknum kostar á bilinu 1.000 – 2.000 kr. eftir því á hvaða tæki leikurinn er keyptur. Snjalltækjaútgáfa leiksins kostar undir 1.000 kr. á meðan leikurinn kostar rétt undir 2.000 kr. á PC og leikjatölvunum.