Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»Bardagaleikurinn Rivals of Aether 2 væntanlegur
    Fréttir

    Bardagaleikurinn Rivals of Aether 2 væntanlegur

    Höf. Valdemar Hermannsson4. október 2024Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk
    Það eru þó nokkrir spennandi leikir að fara koma út í október og einn af þeim er slagsmála-leikurinn Rivals of Aether 2.

    Hvers konar bardagaleikur er Rivals 2?

    Markmiðið er að valda óvini þínum nógu miklum skaða þannig að hann skellist burt út af skjánum eða detti af sviðinu og nái ekki að komast aftur upp.

    Rivals of Aether 2 er indí platform-slagsmálaleikur. Platform-slagsmálaleikir leggja áherslu á frjálsa hreyfingu á borðum þar sem barist er á pöllum. Í stað þess að markmiðið sé að óvinurinn missi öll lífstigin sín eins og í hefðbundnum bardagaleikjum eru prósentustig. Því hærri prósenta sem þú eða óvinurinn þinn fær því lengra skellist hann burt eftir að hafa verið skaðaður. Markmiðið er að valda óvini þínum nógu miklum skaða þannig að hann skellist burt út af skjánum eða detti af sviðinu og nái ekki að komast aftur upp. Super Smash Bros-leikirnir eru gott dæmi um platform-slagsmálaleiki. Þeir voru fyrstir af sinni gerð og Rivals er gerður með miklum innblæstri frá Smash Bros. Einn til fjórir spilarar geta tekist á í hörku bardögum sem litrík dýr í mannsgervi með einum af fjórum nattúrukröftum sem minna á Avatar the Last Airbender.

    Skemmtilegir karakterar

    Zetterburn er ljón með eldkrafta sem er algjör kombó-maskína í návígi. Orcane er krúttlegt sædýr, en ekki láta krúttlegheitin blekkja þig. Kragg getur reist grjótveggi og grýtt steinum í óvini sína. Wrastor er hraðskreiður fugl sem er banvænn þegar hann kemst á ferð. Allar persónurnar í leiknum hafa sinn eigin spilunarstíl, sögu og eitthvað sem gerir spilunarstíl þeirra einstakan. Sem þýðir að það ætti að vera auðvelt að finna persónu sem höfðar mest til þín

    Hvað er nýtt í Rivals of Aether 2?

    Þrátt fyrir að Rivals 2 sé framhald af fyrsta leiknum þá spilast leikirnir ekki eins þar sem nýjum eiginleikum hefur meðal annars verið bætt við í Rivals 2. Allar persónurnar fá þann nýja hæfileika að geta gripið í óvinina og notað skildi. Í fyrsta leiknum var aðeins hægt að bera af sér högg (parry), en það er líka hægt í Rivals 2. Önnur nýjung í Rivals 2 er að geta gripið í brún sviðsins. Þegar þú hangir á brúninni getur þú klifrað aftur upp á sviðið, eða gert áras á sama tíma og þú kemst upp.

    Rivals 2 er í þrívídd og persónurnar hafa fengið raddir. Stundum segja persónurnar jafnvel eitthvað og það að heyra í persónunum tala og jafnvel stynja þegar þær skaðast gerir leikinn mjög líflegan. Sum svið sem voru í fyrsta leiknum snúa aftur með nýrri endurgerðri tónlist sem er erfitt að fá ekki á heilann.

    Nýir karakterar

    Það eru nokkrir karakterar úr fyrsta leiknum sem eru ekki í Rivals 2 en það hefur verið staðfest að allir karekterar sem voru í fyrsta leiknum (fyrir utan Shovel Knight og Ori) muna snúa aftur í komandi uppfærslum og verða fáanlegar að kostnaðarlausu. Það eru að sjálfsögðu líka nýjar persónur sem eru í Rivals 2. Fleet er refur sem er ákaflega snjöll með bogann sinn. Síðan er Loxodont, hann er persónan sem ég hef spilað mest í Kickstarter beta-útgáfum leiksins. Loxodont er ógnvekjandi keisara fíll með exi og það er mjög gaman að spila hann.

    Hvenær kemur Rivals of Aether 2 út?

    Rivals of Aether 2 kemur út á PC-tölvur í gegnum Steam þann 23. október. Verðið er ekki staðfest en áætlað var að láta leikinn kosta 30 dollara.

    Rivals of Aether 2 kemur út á PC-tölvur í gegnum Steam þann 23. október. Verðið er ekki staðfest en áætlað var að láta leikinn kosta 30 dollara. Það mun líklega koma í ljós á næstu dögum. En ef þig langar að prófa leikinn án þess að kaupa hann alveg strax, þá ertu í góðum málum vegna þess að leikurinn verður með frítt demó sem allir geta spilað! Það verður fáanlegt þann 17. október en lýkur þann 21. október. Þetta er vissulega góð leið til þess að komast að því hvort leikurinn sé fyrir þig.

    Ef þig langar að spila leikinn en vilt ekki gera það einsamall mæli ég með að ganga til liðs við þá í Íslenska Super Smash Bros. á Discord. Þetta er aðallega Discord-þjónn fyrir Smash Bros aðdáendur en Rivals 1 (og væntanlega 2 þegar hann kemur út) eru mikið spilaðir á þessum netþjóni og það verða mögulega haldin mót í Rivals of Aether 2 þegar hann kemur út.

    Platform-slagsmálaleikir Rivals of Aether
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaFM 25 kemur út 26. nóvember
    Næsta færsla Pest – Spil með sjúklega flott þema
    Valdemar Hermannsson

    Svipaðar færslur

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Leikjavarpið #64 – Allt það helsta frá The Game Awards 2025

    16. desember 2025

    Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025

    13. desember 2025
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Leikjavarpið #64 – Allt það helsta frá The Game Awards 2025

    16. desember 2025

    Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember

    14. desember 2025

    Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025

    13. desember 2025
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    Leikjarýni
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð
    • Leikjavarpið #64 – Allt það helsta frá The Game Awards 2025
    • Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember
    • Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025
    • Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.