Birt þann 10. september, 2024 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson
Phantom Spark er kominn út
Kappakstursleikurinn Phantom Spark frá íslenska leikjafyrirtækinu Ghosts kom út í þann 19. ágúst síðastliðinn. Um er að ræða hraðan kappakstursleik þar sem hver sekúnda skiptir máli. Leikurinn sækir innblástur í leiki á borð við Trackmania, WipeOut, F-Zero og Thumper. Leikurinn hefur verið þýddur á 11 tungumál, þar á meðal íslensku.
Ghosts samanstendur af Torfa Ásgeirssyni og Joon Van Hove en þeir hafa verið að vinna að leiknum Phantom Spark síðan 2021. Áður hafa þeir saman búið til og gefið út leikinn NUTS sem kom út á öllum helstu tölvuleikjamiðlum árið 2021. Phantom Spark er fjármagnaður og gefinn út af breska leikjaútgefandanum Coatsink en leikurinn hefur verið í framleiðslu í meira en þrjú ár.
Phantom Spark er fáanlegur fyrir PC, PS5, PS4, Xbox Series X|S, Xbox One og Nintendo Switch.