Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Spilaðu sem landnámsmaður á Íslandi í tölvuleiknum Landnáma
    Leikjarýni

    Spilaðu sem landnámsmaður á Íslandi í tölvuleiknum Landnáma

    Höf. Bjarki Þór Jónsson22. ágúst 2024Uppfært:22. ágúst 2024Engar athugasemdir5 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Landnáma (einnig ritað Landnama) er nýr taktískur indíleikur frá þýska tölvuleikjafyrirtækinu Sonderland. Titill leiksins hljómar eflaust kunnuglega í eyrum margra þar sem leikurinn ber sama heiti og ein elsta heimild um landnám Íslands. Nafnið á vel við þar sem markmiðið í leiknum er einmitt að skipuleggja ferðir landnema um Ísland. Það getur þó reynst erfitt þar sem kaldir og erfiðir vetrarmánuðir geta haft örlagaríkar afleiðingar og geta jafnvel komið í veg fyrir að þú náir að nema land. Og þá er það stóra spurningin – hefur þú það sem þarf til að nafn þitt endi í Landnámu?

    Fallegt stafrænt borðspil

    Sögusvið leiksins er Ísland og finnst ýmislegt sem tengir okkur við landið, þar á meðal norðurljós, jökla, fossa, eldgos og fleira.

    Tölvuleikurinn Landnáma er uppsettur líkt og borðspil. Sögusvið leiksins er Ísland og finnst ýmislegt sem tengir okkur við landið, þar á meðal norðurljós, jökla, fossa, eldgos og fleira. Leikjahönnuðir hafa greinilega gefið sér tíma til að kynna sér íslenska sögu og menningu þar sem leikurinn inniheldur íslensk nöfn, íslenska staði, íslenskar náttúruperlur og já, ekki má gleyma íslenska veðrinu sem spilar stórt hlutverk í leiknum.

    Leikurinn er frekar rólegur í spilun. Þrátt fyrir að leikurinn gerist á víkingaöld inniheldur hann enga bardaga, heldur gengur spilunin fyrst og fremst út á að hugsa taktískt og velja hvaða svæði á að kanna næst, hvaða byggingar á að byggja og hvernig er best að undirbúa sig fyrir komandi vetur. Leikjatíminn gengur nokkuð hratt fyrir sig en það er þó í höndum spilarans að stjórna tímanum þar sem boðið er upp á að stöðva tímann og þannig minnka stressið, eða hraðspóla þegar það hentar.

    Siglt til Íslands

    Áður en leikurinn hefst er nauðsynlegt að spilarinn velji sér klan og áfangastað. Klönin eru ellefu talsins og hvert klan hefur sína kosti, til dæmis eru þeir sem tilheyra klaninu Örlygur – The Rangers fljótari en aðrir að kanna ný landsvæði á meðan klanið Snorri – The Craftsmen borgar minna fyrir þær byggingar sem þeir byggja. Þegar spilarinn hefur valið sér klan er næst á dagskrá að velja áfangastað en hægt er að velja á milli eftirfarandi sex staða: Faxaflói, Suðurland, Hornafjörður, Austurland, Skjálfandi og Vatnsfjörður.

    Með því að kanna ný svæði, tryggja víkingunum öruggan aðgang að mat og stækka þorpið þá eflist landnámsbyggð spilarans sem eykur líkurnar á því að þeir lifi veturinn af.

    Eftir að hafa valið klan og landsvæði hefst leikurinn. Í upphafi er aðeins landnámsbærinn sjálfur sýnilegur og þarf spilarinn að senda út könnuði til að kanna ný svæði þar í kring. Hvert svæði er afmarkað af sexhyrndum reitum þar sem hver reitur táknar afmarkað landsvæði. Svæðin bjóða upp á mismunandi möguleika um hvernig megi nýta tiltekið svæði, til dæmis er hægt að veiða fiska á þeim reitum sem sýna vatn og stunda búskap á reitum sem sýna engi. Með því að kanna ný svæði, tryggja víkingunum öruggan aðgang að mat og stækka þorpið þá eflist landnámsbyggð spilarans sem eykur líkurnar á því að þeir lifi veturinn af. Ef það næst ekki verða landnemarnir vetrinum að bráð.

    Þægilegur og rólegur

    Landnáma er rólegur og þægilegur leikur þar sem nauðsynlegt er að beita kænsku og hugsa fram í tímann. Þær áskoranir sem leikurinn býður upp á eru skemmtilegar og hægt er að velja milli mismunandi erfiðleikastillinga. Hver leikjalota er stutt og leikreglurnar nógu einfaldar til að hægt sé að læra þær á skömmum tíma en nauðsynleg taktík nær að halda leiknum ágætlega krefjandi.

    Hægt er að velja á milli þess að spila sögu leiksins þar sem markmiðið er að nema allt Ísland eða glíma við styttri áskoranir sem leikurinn býður upp á.

    Eftir að hafa spilað leikinn í um þrjá til fjóra klukkutíma breytist Landnáma í leik sem er fyrst og fremst gaman að spila í stutta stund í einu, og er leikurinn í rauninni tilvalinn í akkúrat þannig spilun. Hægt er að velja á milli þess að spila sögu leiksins þar sem markmiðið er að nema allt Ísland eða glíma við styttri áskoranir sem leikurinn býður upp á. Að setja leikinn upp líkt og borðspil passar vel við spilun leiksins og nær að halda spilaranum við kjarna leiksins og og gerir leikreglurnar skýrar og skilvirkar. Svo er það val hvers og eins hvort viðkomandi vilji spila leikinn rólega með frekar auðveldum verkefnalista eða glíma við erfiðari áskoranir.

    .

    Það helsta sem dregur leikinn niður er að hann verður frekar einhæfur nokkuð fljótt. Það er þó ekki hægt að setja ósanngjarnar kröfur á leikinn þar sem Landnáma er lítill indíleikur sem selst á sanngjörnu verði – £12 eða um 2.300 kr. þegar þessi leikjarýni er birt. Leikurinn var spilaður á Xbox Series X þar sem útlit leiksins fær að njóta sín vel en spilun leiksins er eitthvað sem ég sé fyrir mér að myndi henta spjaldtölvu afar vel, þar sem hægt væri að grípa í leikinn í strætó eða í flugi þar sem leikjaloturnar eru nokkuð stuttar og hnitmiðaðar og bjóða jafnframt upp á góða skemmtun.

    Leikurinn er fáanlegur á PC (Steam), Xbox One og Xbox Series X/S og er auk þess væntanlegur á App Store og Play Store.

    Eintak af Landnama var í boði útgefanda.

    borðspil Ísland Ísland í tölvuleikjum Landnám Landnama Landnáma Leikjarýni Sonderland
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaÚgefandi PUBG kaupir Tango Gameworks frá Microsoft
    Næsta færsla Andi Han Solo lifir í Star Wars: Outlaws
    Bjarki Þór Jónsson

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    Myndbandsspilari
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ
    00:00
    00:00
    32:02
    Notaðu upp/niður örvahnappana til að auka eða minnka hljóðstyrkinn.

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.