Tölvuleikir

Birt þann 1. júní, 2024 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Upptaka af Hellblade II með íslenskum texta komin á YouTube

Þar sem um ákveðin tímamót eru að ræða fyrir Íslendinga þótti okkur við hæfi að taka upp gegnumspilun (playthrough) á Hellblade II með íslenskum texta.

Hellblade II er fyrsti stórleikurinn sem inniheldur ítarlega staðaraðlögun (localisation) fyrir Ísland. Aðlögunin felst í því að Ninja Theory, fyrirtækið á bakvið Hellblade leikina, bætti við íslenskri textaþýðingu á sögu leiksins og auk þess er notendaviðmót leiksins aðgengilegt á íslensku. Þar sem um ákveðin tímamót eru að ræða fyrir Íslendinga þótti okkur við hæfi að taka upp gegnumspilun (playthrough) á Hellblade II með íslenskum texta. Þannig geta allir notið leiksins, sama hvort þau ætli að spila hann eða ekki.

Sveinn Aðalsteinn sá um upptökuna sem fór fram í gegnum Xbox Series X leikjatölvuna. Myndgæði leiksins miðast því við Xbox Series X en gæðin eru mismunandi eftir því hvaða tölvubúnaður er notaður við spilun. Xbox Series X býður almennt upp á mjög góð myndgæði en þó ekki þau allra bestu. Almennt eru myndgæðin til að mynda verri í Xbox Series S og betri í PC tölvum sem innihalda nýjustu skjákortin.

Athugið að upptakan sýnir gegnumspilun á leiknum í heild sinni og inniheldur því spilla. Upptakan er í sex pörtum og engar athugasemdir (commentary) frá spilaranum heldur aðeins hljóð úr leiknum. Búið er að setja öll myndböndin í sérstakan spilunarlista á YouTube-rás Nörd Norðursins.

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑