Fréttir

Birt þann 10. júní, 2024 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

0

Íslenskur kappakstursleikur á Steam Next Fest

Leikjafyrirtækið Ghosts vinnur að nýjum, hraðfleygum kappakstursleik sem kallast Phantom Spark og er væntanlegur á PC, Xbox, PlayStation og Switch síðar á þessu ári.

Leikjafyrirtækið Ghosts vinnur að nýjum, hraðfleygum kappakstursleik sem kallast Phantom Spark og er væntanlegur á PC, Xbox, PlayStation og Switch síðar á þessu ári. Hægt er að prófa ókeypis sýnishorn af leiknum á Steam Next Fest, viðburður sem fagnar væntanlegum leikjaútgáfum og gefur fólki tækifæri á að prófa leiki áður en þeir eru gefnir út. Sýnishornið er hægt að spila á PC og Mac. Leikurinn hefur verið þýddur á 11 tungumál, þar á meðal íslensku.

Ghosts samanstendur af Torfa Ásgeirssyni og Joon Van Hove en þeir hafa verið að vinna að leiknum Phantom Spark síðan 2021. Áður hafa þeir saman búið til og gefið út leikinn NUTS sem kom út á öllum helstu tölvuleikjamiðlum árið 2021. Phantom Spark er fjármagnaður og gefinn út af breska leikjaútgefandanum Coatsink en leikurinn hefur verið í framleiðslu í meira en þrjú ár. Sýnishornið sem er nú spilanlegt á leikjaveitunni Steam er í fyrsta skiptið sem leikurinn er aðgengilegur almenningi. Sýnishornið er spilanlegt á íslensku.

Prófaðu Phantom Spark á Steam

Hraður og öðruvísi kappakstursleikur

Í Phantom Spark eru engin hraðatakmörk, þú ræður ferðinni hvort sem þú spilar einn eða með vinum. Brautirnar er snúnar og eina sem gildir er að fara sem hraðast í gegnum þær, hvernig sem þú ferð svo að því. Í Phantom Spark er hægt að spila sjálfur í gegnum stigmagnandi sögu, í sófaviðureignum við vini, eða gegn öðrum netspilurum.

Í Phantom Spark eru engin hraðatakmörk, þú ræður ferðinni hvort sem þú spilar einn eða með vinum. Brautirnar er snúnar og eina sem gildir er að fara sem hraðast í gegnum þær, hvernig sem þú ferð svo að því.

Að sögn Torfa og Joon er enginn kappakstursleikur á markaðnum í dag sem er eins og Phantom Spark. Í leiknum þarf spilarinn ekki að taka marga hringi á hverri braut heldur er hver braut stutt og snörp. Þegar spilarinn brunar áfram finnur hann hvernig hver bremsa, beygja og ígjöf skiptir máli í tímatöku. Hver einasta tilraun telur þar sem fullkomnun er aðeins náð með því að endurtaka leikinn og gera betur.

Phantom Spark er á loka metrunum í framleiðslu, eftir nokkra mánuði verður leikurinn tilbúin með öllu sem fylgir, kappakstursbrautum, tónlist og útliti. Áður en leikurinn verður gefinn út verða fleiri þættir úr honum kynntir, sýnishorn og stiklur. Hægt er að setja leikinn á óskalistann sinn hjá Steam og fylgjast með frekari uppfærslum á samfélagsmiðlum. Það styður leikjahönnuðina heilmikið þegar að margir setja leikinn á óskalista þar sem það eykur líkur á að leikurinn verður settur á forsíðu Steam þegar að hann er gefinn út.

Alþjóðlegt samstarf og viljinn til að vera lítið stúdíó

Þó að fyrirtækið Ghosts samanstandi aðeins af þeim Torfa og Joon hafa alls 11 manns komið að þróunn Phantom Spark í mismunandi hlutverkum. Ghosts hefur yndi af að starfa í litlum nánum teymum, með því er hægt að einblína meira á leikinn og hægt að starfa með sérfræðingum allstaðar að. Fyrir utan Torfa og Joon er einn í teyminu í fullri vinnu en það er Joost Eggermont sem er listrænn stjórnandi og sér um allt útlit leiksins. Joost er staðsettur í Rotterdam, Hollandi. Aðrir sem hafa komið að leiknum eru búsettir í Noregi, Ástralíu, Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Þetta vinnufyrirkomulag gerir Ghosts kleift að vinna með spennandi listafólki allstaðar að úr heiminum.

Margverðlaunaðir sjálfstætt starfandi leikjasmiðir á Íslandi

Fyrir Phantom Spark gáfu Joon og Torfi saman út leikinn NUTS (2021), ráðgátuleik þar sem spilarinn þarf að njósna um íkorna í afskekktum skógi.

Fyrir Phantom Spark gáfu Joon og Torfi saman út leikinn NUTS (2021), ráðgátuleik þar sem spilarinn þarf að njósna um íkorna í afskekktum skógi. NUTS er ævintýraleikur þar sem virknin er að staðsetja myndavélar til að taka upp og komast að því hvað íkornar skógarins eru að gera. Leikurinn var kallaður „Firewatch fyrir David Attenborough aðdáendur“ í leikjarýni Tech Radar.

Meðal annara viðurkenninga og verðlauna var NUTS valinn Leikur ársins á Norðurlöndunum á Nordic Game Conference í Malmö á síðasta ári. Leikurinn var gerður fyrir Apple Arcade en var seinna gefinn út á Steam og Nintendo Switch.

Heimild: Fréttatilkynning (10. júní 2024) frá Ghosts

Deila efni

Tögg: , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑