Fréttir

Birt þann 17. nóvember, 2023 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

Half-Life heldur upp á 25 ára afmæli

Einn frægasti skotleikur fyrr og síðar, Half-Life fagnar um helgina 25 afmæli sínu og framleiðandi leiksins Valve er að halda halda upp á það með að gefa út uppfærslu fyrir leikinn, nýtt og eldra efni, ásamt að gefa leikinn frítt á Steam í vissan tíma.

Half-Life kynnti fólk fyrir vísindamanninum Gordon Freeman og uppáhalds kúbeininu hans þann 19. Nóvember 1998. Sum ykkar voru ekki einu sinni fædd þá og önnur eiga erfiðara að átta sig á hve mikill tími er liðin síðan að leikurinn kom fyrst út.

Leikurinn fékk nokkrar viðbætur til að gera hann þægilegri fyrir nútíma vélbúnað. Viðmót leiksins var hannað fyrir gamla ferkantaða tölvuskjá sem voru margir keyrandi í 640×480 upplausn sem er í SD grafík. Nútíma leikir keyra flestir í HD eða 4K upplausnum. Leikurinn styður nú Steam Networking og er með stuðning fyrir leikjafjarstýringar. 

Valve hefur einnig bætt við stuðningi fyrir víðari sjónsvið (FOV), Linux grafískan stuðning ofl viðbætur. Linux stuðningurinn er líklega tengdur því að leikurinn er nú Steam Deck Verified (sem er lófavél Valve sem keyrir þeirra útgáfu af Steam Os Linux). Að auki hefur gamla Valve lógóið og tónlist verið bætt við leikinn til að skapa útlit leiksins eins og það var árið 1998.

Contamination, Pool Party, Disposal, and Rocket Freny – all intended to „push the limits of what’s possible in the Half-Life engine“.

Half-Life inniheldur nú, Half-Life: Uplink, sem er stuttur kafli gerður af þeim sem bjuggu til leikinn og var eingöngu dreift á geisladiskum fyrir tímarit og vélbúnaður framleiðendur. Það eru fjögur ný borð til að spila leikinn í fjölspilun og voru hönnuð af Valve. 

That’s on top of the three maps originally included in the Half-Life: Further Data retail CD – Double Cross, Rust Mill, and Xen DM – plus the disc’s skeleton and Too Much Coffee Man multiplayer skins. Other new multiplayer skins include Proto-Barney and Ivan the Space Biker, the original heroes from Half-Life’s alpha builds.

Valve gaf síðan út heimildarmynd sem heldur upp á 25 afmæli leiksins og var hún búin til af Secret Tape. Hún er um klukkutími að lengd og inniheldur ótal viðtöl við þá sem komu að gerð leiksins. 

Ef þú átt ekki en Half-Life leikinn, þá er nú hægt að nálgast leikinn frítt á Steam þjónustunni tímabundið. Ofan á það eru síðan afsláttur af allri Half-Life seríunni til 21. Nóv næsta.  

Hægt er að lesa meira um hvað er innifalið í þessari uppfærslu frá Valve á leiknum hérna

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑