Birt þann 12. júlí, 2022 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Leikjavarpið #42 – Elden Ring, Grow og Ísland í tölvuleikjum
Í þætti fjörutíu og tvö af Leikjavarpinu fjalla þeir Bjarki, Daníel og Sveinn um það heitasta úr heimi tölvuleikja, þar á meðal nýjar fréttir tengdar God of War leiknum sem væntanlegur er síðar á þessu ári, Skull and Bones og Forspoken. Í byrjun þáttar er sagt frá nokkrum leikjum sem tengjast Íslandi, þar má meðal annars nefna umhverfið í Death Stranding og Indiana Jones and the Fate of Atlantis frá árinu 1992.
Bjarki gagnrýnir zen-leikinn Grow: Song of the Evertree og Daníel og Sveinn eru með sjóðheitar umræður um Elden Ring þar sem þeir fjalla um sjálfan leikinn og segja frá skoðun sinni á leiknum.
Efni þáttar:
- Í spilun
- Ísland í tölvuleikjum
- Útgáfudagur God of War
- Skull and Bones kynning og útgáfudagur
- Forspoken seinkað
- Ekkert RDR eða GTA 4 Remake
- Gollum stiklan
- Grow: Song of the Evertree leikjarýni
- Eldheitar Elden Ring umræður
Vilt þú að við fjöllum um eitthvað sérsakt í næsta þætti Leikjavarpsins? Sendu okkur línu á Facebook eða á netfangi nordnordursins(hjá)gmail.com.
Mynd (myndblanda): Elden Ring og Grow: Song of the Evertree