Birt þann 15. nóvember, 2021 | Höfundur: Nörd Norðursins
Leikjavarpið #33 – Staðan á PS5 og Xbox Series X ári eftir útgáfu
Strákarnir í Leikjavarpinu fjalla um allt það helsta úr heimi tölvuleikja, þar á meðal nýju Halo Infinite og Elden Ring leikjakynningarnar. Þrír tölvuleikir eru teknir fyrir í þættinum; adrenelínleikurinn Riders Republic, þægilega rólegi indíleikurinn Unpacking og ævintýraleikurinn Kena: Bridge of Spirits.
Ár er liðið frá útgáfu PlayStation 5 og Xbox Series X leikjatölvunum og strákarnir yfir hvað hefur staðið upp úr á liðnu ári, farið yfir helstu kosti og galla leikjatölvanna. Fjallað er um notendaviðmót, kælingu, hvort tölvurnar séu hljóðlátar eða háværar, hraða, geymslupláss, gæði, leikjaúrval, persónulega upplifun og fjarstýringar svo eitthvað sé nefnt. Leikjaklúbburinn er á sínum stað þar sem fjallað er um leikinn Papers, Please og nýr leikur settur á leikjalistann.
Efni þáttar:
- Leikir í spilun
- Halo Infinite kynningin
- Staða Xbox Series S/X einu ári eftir útgáfu
- Elden Ring kynning
- Sveinn ræðir Riders Republic
- Fleiri seinkannir á vélum vegna íhlutaskorts
- Bjarki og Daníel spila Unpacking á Switch
- Nintendo fréttir
- Daníel fjallar um Kena: Bridge of Spirits,
- Staða PlayStation 5 einu ári eftir útgáfu
- Leikjaklúbburinn (Paper, Please).