Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Bíó og TV»Hvað ef Squid Game leikirnir væru íslenskir?
    Bíó og TV

    Hvað ef Squid Game leikirnir væru íslenskir?

    Höf. Bjarki Þór Jónsson13. nóvember 2021Uppfært:13. nóvember 2021Engar athugasemdir9 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Created with GIMP
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Suður-Kóresku sjónvarpsþættirnir Squid Game hafa náð gríðarlegum vinsældum á stuttum tíma. Þættirnir hófu göngu sína á Netflix þann 17. september síðastliðinn og síðan þá hafa fleiri en 142 milljónir manns horft á þættina sem gerir þáttaröðina að þeirri vinsælustu sem sýnd hefur verið á Netflix (BBC News). Í þáttunum keppa keppendur í þekktum suður-kóreskum barnaleikjum í von um að vinna vegleg verðlaun. En hvað ef sögusviðið væri Ísland? Í hvaða leikjum væri þá keppt?

    Athugið að allir leikirnir í fyrstu þáttaröð af Squid Game eru listaðir upp hér fyrir neðan svo ef þú hefur ekki horft á þættina og vilt ekki vita í hvaða leikjum er keppt skaltu hætta að lesa.

    #0 POX

    Mynd: Æskan, 9. tbl

    Útsendarinn væri með Pox-sett með myndum af íslenskum handboltastjörnum frá HM ‘95 og andstæðurinn væri með Pox-sett með myndum af íslenskum tónlistarmönnum.

    Fyrsti leikurinn í þáttunum er einskonar liðssöfnunarleikur þar sem aðili er fenginn til að finna fólk til að taka þátt í sjálfum leiknum, einskonar inntökupróf. Í Squid Game er spilaður leikur sem kallast ttakji þar sem keppendur nota pappír sem er búið að brjóta saman og kasta í þeim tilgangi að ná að flippa pappír andstæðingsins á hina hliðina. Í íslensku útgáfunni af þáttunum væri þetta klárlega Pox, einfaldur leikur sem náði gríðalegum vinsældum hér á landi um miðjan tíunda áratuginn. Útsendarinn væri með Pox-sett með myndum af íslenskum handboltastjörnum frá HM ‘95 og andstæðurinn væri með Pox-sett með myndum af íslenskum tónlistarmönnum. Pox væri góður leikur til að safna leikmönnum þar sem Pox er grípandi leikur sem getur verið auðvelt að gleyma sér í.

    En hvað er POX? Í 9. tölublaði af Æskunni frá árinu 1994 er að finna góðar leiðbeiningar sem útskýra leikinn vel: „Leikmenn leggja POX í stafla með framhliðina upp. Fyrsti leikmaður kastar POX sleggju á staflann og eignast þau POX sem snúast við. Ef engin POX snúast við á næsti maður leik. Annars verða leikmenn sameiginlega að bæta jafnmörgum POXUM í staflann og sá síðasti vann. Einnig má spila POX án þess að bæta í staflann í hvert sinn heldur spila hann niður – en auðvitað geta leikmenn búið til sínar eigin leikreglur.“

    #1 DIMMALIMM

    Myndir (myndblöndun): Squid Game / Dimmalimm

    Leikurinn sem mest fer fyrir á samfélagsmiðlum og er í raun fyrsti leikurinn í Squid Game er Red Light, Green Light. Í þeim leik eiga leikmenn að komast á milli tveggja staða en mega aðeins hreyfa sig þegar ljósið er grænt. Um leið og ljósið verður rautt á litinn verða allir að stoppa og enginn má hreyfa sig, þeir sem hreyfa sig detta úr leik.

    Í íslensku útgáfunni væri leikurinn Dimmalimm notaður. Sigurlín Bjarney Gísladóttir lýsir leikreglunum svona: „Leikurinn felst í því að einn er er‘ann og snýr baki í hina leikmennina og segir upphátt „1,2,3,4,5, Dimmalimm“ og snýr sér þá við. Áður en hann eða hún snýr sér við verða allir hinir að frjósa í þeirri stöðu sem þeir eru. Sá sem er‘ann sendir þá sem hreyfa sig aftur til baka.“ Nema í þessari útgáfu leiksins væru þeir ekki sendir aftur til baka heldur myndu þeir fá sambærilega refsingu og í Squid Game. Dauða. Í stað risavöxnu brúðunnar í Red Light, Green Light myndum við setja saman stóra útgáfu af prinsessunni Dimmalimm (úr Sögunni af Dimmalimm) sem myndi virka með svipuðum hætti. Snúa hausnum við og staðsetja þá sem hreyfa sig og þurfa í kjölfarið að mæta sínum örlögum.

    #2 PRINCE SÚKKULAÐIKEXIÐ

    Myndir (myndblöndun): Prince kex / Max Pixel

    Keppandi fær Prince súkkulaðikex í hendurnar og þarf að opna það og borða súkkulaðið sem er á milli án þess að kexkökurnar brotni.

    Annar leikurinn sem þátttakendur keppa í er Sugar Honeycombs þar sem þátttakendur eiga að skera út miserfið mynstur sem hefur verið þrykkt í stökkt hunangið. Til þess að skera út mynstrið nota leikmenn nál og keppa við tímann. Ef stökka hunangið brotnar og mynstrið eyðileggst er leikmaðurinn úr leik. Þessi leikur fékk okkur til að hugsa töluvert þar sem flestir íslenskir leikir ganga út á einhvers konar hreyfingu á meðan þessi leikur snýst fyrst og fremst um einbeitingu og þrautseigju.

    Án þess að þessi leikur sem við kynnum hér til sögunnar sé viðurkenndur leikur myndum við setja Prince súkkulaðikex áskorun hér inn sem virkar svona: Keppandi fær Prince súkkulaðikex í hendurnar og þarf að opna það og borða súkkulaðið sem er á milli án þess að kexkökurnar brotni. Ef þær brotna – þá færð viðkomandi ekki fleiri Prince kexkökur í þessu lífi.

    #3 REIPDRÁTTUR

    Mynd: Wikimedia Commons

    Þriðji leikurinn sem keppt er í er reiptog og yrði sá leikur óbreyttur. Reipdráttur er samheiti yfir reiptog sem þarf varla að útskýra en reipdráttur hljómar bara íslenskara. Sóley Ó. Elídóttir útskýrir leikreglur með eftirfarandi hætti á vef Námsgagnastofnunar:

    „Hópnum er skipt í tvö til fjögur lið (fer eftir því hvað hópurinn er stór og hversu langur kaðallinn er). Öll liðin fá að keppa á móti hvert öðru. Tvö lið stilla sér upp við kaðalinn, þau eru sitt hvorum megin og halda um kaðalinn. Miðja kaðalsins er merkt t.d. með veifu. Þrjú strik eru afmörkuð í jörðina. Miðja og u.þ.b. 3 metrar sitt hvorum megin við miðjulínuna. Þegar stjórnandinn gefur merki byrja liðin að togast á. Það lið sem nær að draga miðjuveifuna á kaðlinum yfir línuna sín megin á vellinum sigrar.“

    #4 SNÚSNÚ

    Mynd: Wikimedia Commons

    Vélar sjá um að snúa sippibandinu hraðar og hraðar og keppendur hoppa inn og þurfa að byrja á því að stökkva tvisvar sinnum yfir bandið og hoppa svo út og fara aftur í röðina.

    Í fjórða leiknum pöruðu keppendur sig saman og fengu marmarakúlur í hendurnar. Sá sem nær að vinna allar kúlur andstæðingsins kemst áfram í leiknum á meðan sá sem tapar fær eina kúlu, í höfuðið. Kúluspil virðast ekki hafa náð festu hér sem klassískur barnaleikur svo hér förum við í aðra átt og keppum í snúsnú. Vélar sjá um að snúa sippibandinu hraðar og hraðar og keppendur hoppa inn og þurfa að byrja á því að stökkva tvisvar sinnum yfir bandið og hoppa svo út og fara aftur í röðina. Í hverri umferð bætist aukastökk við svo næst þarf keppandi að hoppa þrisvar yfir bandið, svo fjórum sinnum og þannig verður haldið áfram þar til helmingur keppanda er úr leik, þá lýkur hinum illræmda snúsnú.

    #5 PARÍS

    Mynd: Wikimedia Commons

    Gengið var yfir glerbrú í fimmta leiknum. Þar voru tvær leiðir í boði, hægri leiðin og vinstri leiðin, öðru megin var sterkt gler sem heldur einstaklingnum uppi á meðan hitt glerið gefur eftir og keppandinn fellur þá niður í rauðan dauðann. Í París, eða Paradísarleik, væru keppendur jafn hátt uppi og í Squid Game þáttunum nema í stað þess að velja mismunandi leiðir myndu þeir spila París þar sem hver reitur væri úr gleri sem viðkomandi vissi ekki hvort myndi halda eða ekki. Leikreglunum er lýst með eftirfarandi hætti á Wikipedia:

    Í París, eða Paradísarleik, væru keppendur jafn hátt uppi og í upprunalega Squid Game nema í stað þess að velja mismunandi leiðir myndu þeir spila París þar sem hver reitur væri úr gleri sem viðkomandi vissi ekki hvort myndi halda eða ekki.

    „Algeng útfærsla er að þátttakandinn standi á sérstökum byrjunarreit og hendir þaðan litlum hlut í fyrsta reitinn […] . Viðkomandi hoppar síðan í gegnum alla reitina fram og til baka á byrjunarreitinn, fyrir utan „merkta“ reitinn, með þeim hætti að eingöngu má einn fótur vera niðri í einu, […] Á leiðinni til baka á þátttakandinn stoppa á næsta reit við merkta reitinn, beygja sig niður, taka upp hlutinn, og halda síðan áfram. Ef þátttakandinn fer út fyrir parísinn, sleppir reit eða snertir línurnar, þarf viðkomandi að endurtaka umferðina (en hleypa næsta þátttakanda að á undan séu fleiri að spila).“

    Þátttakenndur myndu þannig skiptast á að gera þar til aðeins þrír væru eftir. Keppendur myndu detta út með því að brjóta ofangreindar reglur eða glerið myndi óvænt gefa sig.

    #6 GLÍMA

    Mynd: Wikimedia Commons

    Við Íslendingar myndum útkljá okkar loka bardaga með einni góðri glímu. Hnykkbragð, öfugur hnykkur, langskuð, hælkrókur og öfugt klofbragð yrðu óspart notað auk þess sem mun meiri harka væri leyfð en í þeirri glímu sem keppt er í í dag.

    Lokabardaginn í Squid Game er sjálfur Squid Game leikurinn, þar sem markmiðið er að ýta andstæðingnum út af merktu svæði með því að nota allskonar brögð og afl. Við Íslendingar myndum útkljá okkar loka bardaga með einni góðri glímu. Hnykkbragð, öfugur hnykkur, langskuð, hælkrókur og öfugt klofbragð yrðu óspart notað auk þess sem mun meiri harka væri leyfð en í þeirri glímu sem keppt er í í dag. Þar sem nafn Squid Game þáttanna er dregið af lokaleiknum myndu þættirnir fá íslenska heitið Hælkrókur.

    Börnin eru kannski ekki mikið úti að leika sér í glímu í dag en segjum að það sé aukaatriði í þetta sinn. Glímu er lýst svona á Wikipedia: „Glíma er íslensk íþrótt. Í upphafi viðureignar heilsast glímumenn, taka sér stöðu, taka tökum og stíga. Þegar báðir eru tilbúnir gefur yfirdómari merki, mega þeir þá sækja brögðum hvor gegn öðrum. Markmiðið í hverri viðureign er að veita andstæðingnum byltu með löglegu glímubragði, en halda jafnvægi sjálfur að því loknu.“ Í Squid Game var í raun allt löglegt, þú færð að gera það sem þú þarft að gera til þess að sigra leikinn.

    LEIKARAVAL

    Myndir (myndblöndun): IMDb (Kristín Þóra Haraldsdóttir og Hallgrímur Ólafsson) / Marteinn Mosdal

    Aðalleikarar þáttana væru þeir Hallgrímur Ólafsson sem færi með aðalhlutverkið og myndi leika Bjögga (Seong Gi-hun) sem er einhleypur faðir sem hefur misst allt sitt í Gullnámunni. Laddi færi með hlutverk Hrafnkels (Oh Il-nam), hinum eftirminnilega eldri borgara. Kristín Þóra Haraldsdótti léki Vigdísi frá Vestmannaeyjum (Kang Sae-byeok frá Norður-Kóreu) og Vigdís Hrefna myndi fara með hlutverk Gullu (Han Mi-nyeo), sem er ófeimin við að segja það sem hún hugsar.

    Þemalag þáttanna væri uppfærð útgáfa af Sjö sinnum það sagt er mér en hægt er að hlusta á lagið í flutningi J´´ons Stefánssonar hér fyrir neðan.

    Dimmalimm glíma Ísland keppni parís Pox reiptog Squid Game
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaÁ ystu nöf
    Næsta færsla Leikjavarpið #33 – Staðan á PS5 og Xbox Series X ári eftir útgáfu
    Bjarki Þór Jónsson

    Svipaðar færslur

    Secret Level

    10. desember 2024

    RIFF kvikmyndahátíðin 2024

    27. september 2024

    Ísland sögusvið víkingaleiksins Landnáma – Viðtal við Mathias Tournier hjá Sonderland

    5. september 2024

    Spilaðu sem landnámsmaður á Íslandi í tölvuleiknum Landnáma

    22. ágúst 2024

    Gakktu um Ísland á 10. öld í Hellblade II

    24. maí 2024

    Island of Winds demó á Steam

    19. júní 2023
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.