Fréttir

Birt þann 26. nóvember, 2020 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

Observer samanburður

Í síðustu viku kom út uppfærð útgáfa af hryllingsleiknum Observer. Leikurinn er hannaður af pólska fyrirtækinu Blooper Team sem hefur gert hryllingsleikina Layers of Fear, Layers of Fear 2 og Blair Witch. Fyrirtækið er núna að vinna að leiknum The Medium fyrir PC og Xbox Series X/S sem er væntanlegur 28. janúar 2021. 

Hér er hægt að lesa gagnrýni fyrir upprunalegu útgáfu Observer.

Observer: System Redux er uppfærð útgáfa af leiknum sem kom upprunalega út árið 2017 fyrir PC, PS4 og Xbox One. Leikurinn hefur fengið hálfgerða Remaster-útgáfu og inniheldur núna betri grafík sem keyrir í 4K upplausn í 60 römmum á sekúndu, ný mál til að leysa, stuðning fyrir DualSense fjarstýringu PlayStation 5, ray-tracing, endurbættri spilun og nýjum leyndarmálum fyrir spilara til að finna.

Við á Nörd Norðursins ákváðum að kíkja á byrjunina á upprunalega leiknum á PS4 og bera hann saman við nýju útgáfuna á PS5. Báðir leikirnir voru prufaður á sömu PS5 vélinni og ekki hægt að segja annað en að framtíðin líti bæði hrikalega vel út og sé enn hrikalegri í Observer: System Redux.


Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑