Fréttir

Birt þann 16. mars, 2020 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

Microsoft kynnir vélbúnað Xbox One Series X

Bandaríski tæknirisinn Microsoft hefur svipt hulunni af Xbox Series X og kynnt hvað leynist undir „húddinu“ á vélinni.

Það er ljóst að Microsoft stefnir á að bæta upp fyrir mistökin sem voru gerð með útgáfu Xbox One árið 2013 þegar mikil áhersla var lögð á sjónvarpstengingu og íþróttir í stað tölvuleikja og vélbúnað.

Veik byrjun Xbox One gaf Sony gríðalegt forskot með útgáfu á PlayStation 4 sem var um svipað leyti. Xbox átti í raun aldrei séns á að ná aftur í skottið á PlayStation, þrátt fyrir að hafa gefið út stórendurbætta Xbox One X tölvu í lok árs 2017.

Hér fyrir neðan eru spekkarnir fyrir Xbox One Series X leikjatölvuna:

CPU: 8x Zen 2 Cores at 3.8GHz (3.6GHz with SMT)
GPU: 12 TFLOPs, 52 CUs at 1.825GHz, Custom RDNA 2
Die Size: 360.45mm2
Process: TSMC 7nm Enhanced
Memory: 16GB GDDR6
Memory Bandwidth: 10GB at 560GB/s, 6GB at 336GB/s
Internal Storage: 1TB Custom NVMe SSD
IO Throughput: 2.4GB/s (Raw), 4.8GB/s (Compressed)
Expandable Storage: 1TB Expansion Card
External Storage: USB 3.2 HDD Support
Optical Drive: 4K UHD Blu-ray Drive
Performance Target: 4K at 60fps – up to 120fps

Hér fyrir ofan er ítarlegt myndband frá Eurogamer og Digital Foundry þar sem er farið vel yfir vélbúnaðinn innan sem utan frá.

Xbox mun notast við nvme SSD innbyggðan harðan disk sem leyfir leikjum að hlaðast hraðar en leikjaunnendur hafa vanist hingað til. Hér fyrir neðan er myndband frá Microsoft sem sýnir nokkra Xbox One leiki spilaða á nýju tölvunni og tók fyrirtækið það fram að þessir leikir væru ekki búnir að fá neinar uppfærslur til að keyra á Series X tölvunni.

„Quick Resume“ er nýjung í Series X sem leyfir þér að færa leik í bakgrunninn og spila annað og hoppa svo aftur í þann fyrri á litlum tíma. Hægt verður að keyra þrjá leiki í einu og mögulega fleiri ef það á við eldri Xbox One eða Xbox 360 leiki sem þurfa minna vinnsluminni.

Microsoft hefur unnið með Seagate fyrirtækinu að gerð nýrra SSD diska sem hægt er að tengja við tölvuna sem viðbótardisk. Ekki liggur fyrir hvað aukadiskurinn mun kosta og hvort að diskar stærri en 1TB verði í boði í framtíðinni. Það hefur einnig verið staðfest að áfram verður hægt að nota  utanáliggjandi USB 3 harða diska til að auka geymslupláss tölvunnar, líkt og Xbox One og PlayStation 4 bjóða upp á í dag.

Xbox One leikir munu fá einhverjar uppfærslur og sýndi Microsoft Gears of War leiki sem dæmi um breytingar. Gears of War Ultimate keyrði þar í 4K upplausn í stað 1920x1080p.

Þeir sem eiga sjónvörp sem styðja HDR litatækni eigið von á góðu þar sem stefnt er á að uppfæra eldri leiki með þeirri tækni. Notast er við gervigreindatækni til að fara í gegnum liti leikja og búa til HDR prófíl út frá þeim gögnum. Sýnt var úr Halo 5 og farið nánar út í hvernig þessi tækni virkar og ekki væri um „falsað HDR“ að ræða eins og sumir leikir og myndir hafa verið að notast við. Þessi tækni var síðan notuð á leikinn Fusion Frenzy sem kom út árið 2001 fyrir upprunalegu Xbox vélina. Það gæti verið gaman að sjá þessa tækni nýtta á leiki á eldri leikjatölvum Microsofts.

Nýja fjarstýringin bætir við nýjum deili-takka til að deila myndum og myndböndum á netinu. Fjarstýringin inniheldur nýja tækni sem á að stytta biðtíma (lag) frá því að spilarinn ýtir á takka á fjarstýringunni og þar til tölvan svarar boðinu. Hægt verður að uppfæra eldri pinna með þessari tækni.

Það verður óneitanlega spennandi að sjá hvað Sony mun gera núna eftir þetta útspil hjá Xbox. Við vitum en frekar lítið um PlayStation 5 og vitum ekki einu sinni hvernig hún lítur út.

Hægt er að skoða en ítarlegri grein um Xbox One Series X leikjavélina hjá Eurogamer hérna.

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑