Leikjavarpið
Birt þann 30. mars, 2020 | Höfundur: Nörd Norðursins
Leikjavarpið #7 – Doom Eternal, Animal Crossing, PS5 og indíleikir
Sveinn, Daníel og Bjarki fjalla um það helsta í heimi tölvuleikja. Sveinn baðar sig í blóðpollum Doom Eternal og segir okkur frá sinni upplifun. Daníel skellti sér í Animal Crossing og er orðinn stórskuldugur eftir stutta spilun. Bjarki segir frá indíleikjunum Mosaic og Spirit of the North sem sækir innblástur til Íslands.
Efnisyfirlit þáttarins:
- Ný íslensk eSports-sjónvarpsstöð kynnt til sögunnar,
- PlayStation 5 kynningin,
- Nintendo Direct Mini,
- Doom Eternal,
- Mosiac,
- Spirit of the North,
- Half Life: Alyx,
- Animal Crossing,
- Væntanlegir leikir.