Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Drekar og kettir ráða ríkjum í Elsweyr
    Leikjarýni

    Drekar og kettir ráða ríkjum í Elsweyr

    Höf. Sveinn A. Gunnarsson23. júní 2019Uppfært:23. júní 2019Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Margir sem spila Elder Scrolls leikina hafa beðið lengi eftir að kanna er hið dularfulla Elsweyr svæðið sem er heimaland Khajiit katta kynstofnsins og eitthvað sem leikmenn Elder Scrolls leikjanna hafa ekki séð síðan 1994 þegar The Elder Scrolls: Arena kom.

    Með útgáfu Eso: Elsweyr nú í byrjun júní opnast loks aðgangur að þessu svæði og bætist við nýr „klass“ til að spila sem. Klassinn heitir Necromancer og er hægt að kalla fram hina dauðu til að berjast við hlið þér og notast við nálæg lík fallina óvina til að hlaða upp kraftana þína.

    Með Necromancher opnast þrír nýir hæfileikar:

    • Grave Lord – Notast við frost, eld eða eldingar á uppvakninga til að valda usla á óvinum og snýr bardögum þér í vil.
    • Bone Tyrant –  Beygðu og umbreyttu þeim dauðu að þínum vilja og notaðu lík þeirra til að búa til óstöðvandi varnir og lengja þar með líf þitt. Stjórnaðu vígvellinum með beinum þeirra sem hafa fallið.
    • Living Death – Dragðu kraft frá lifandi og látnum til að bæta heilsu þína og bandamenn. Endurreistu fallna vini og komdu þeim aftur á stað í bardagann.

    Bestu hlutar Elsweyr viðbótarinnar eru þær hliðarsögur og verkefni sem þú kemst í snertingu við með að ræða við hinar ýmsu persónur á svæðinu. Kettir í hinum ýmsum stærðum koma við sögu og er það eitt af mínum uppáhalds hlutunum við þetta nýja svæði.

    Nú eru eyðimerkur til staðar ásamt frumskógum til þess að kanna. Í hverju svæði sjá leikmenn meira af sögu Khajiit og hvað gerðist fyrir þau, í stað þess að líta niður til þeirra eins og svo margir gera síðar í Elder Scrolls leikjunum. Það er meira að segja útskýrt af hverju sumir líta út eins og húskettir á meðan aðrir eru hálf mannlegir og aðrir meira líkari ljónum.

    Byggingarstíll svæðisins minnir á blöndu af arabískum og kambódískum stíl án þess að verða eitthvað sem passar ekki saman. Í gegnum sögu Elsweyr fá leikmenn aðgang að húsi í höfuðborg Rimmen. ZeniMax fyrirtækið hefur rætt um að þetta svæði muni vaxa með fríum uppfærslum fyrir leikinn á næstu mánuðum.

    Kettir koma í ýmsum stærðum og gerðum í Elsweyr

    Borgin Rimmen er ekki lengur undir stjórn Khajiit og hefur Eurazia Tharn stillt sig upp sem drottningu eftir að hafa náð völdum á svæðinu. Til kúga fólk niðri notast hún við Necromancher-inn Zumog Phoom og auðvitað ótal dreka. Bróðir hennar Abnur Tharn (raddaður af Alfred Molina) og Lord Gharesh-ri, leiðstogi Khajiit fólksins, fá þig til að aðstoða við að koma henni frá völdum. Sem þýðir auðvitað ótal uppvakninga, smyglara, dreka og önnur ævintýri áður en saga er búin.

    Sagan mætti þó vera betri og maður myndi halda að innrás dreka ætti að hafa möguleikann á stórri og epískri sögu, hvað þá þegar hinir ódauðu mæta á svæðið líka. Það er nóg að gerast í þessari viðbót, það skortir ekki. Vandinn er að það er ekki nógu gott samræmi í þessu öllu til að mynda góða og þétta heild. Það er þó gaman að sjá vinsælar persónur úr Eso birtast í Elsweyr og hjálpa þær til að bæta upp fyrir vissa vankanta á öðrum svæðum.

    Drekarnir koma mest við sögu á opnum svæðum leiksins þar sem ótal leikmenn geta barist saman við þá. Þeir eru mjög erfiðir og þú berst ekkert einn við þá eins og í Skyrim. Hérna getur eitt gott högg drepið þig. Ef þú aftur á móti skellir þér í hóp eða tekur þátt með öðrum á svæðinu eru verðlaunin fyrir að fella drekann vel þess virði. Hve spennandi þetta verður þó, þegar þú ert búin að gera þetta í tíunda eða tuttugasta skiptið er erfitt að segja.

    Það eru 12 manna trial (ekki ósvipað Raid) þar sem leikmenn þurfa að spila náið saman til að komast áfram. Það er þó aðeins auðveldara fyrir nýrri leikmenn að hoppa inn jafnvel þó að þeir eru ekki með allt það besta. Það eru síðan tvær nýjar dýflissur, sem henta vel fyrir færri leikmenn ásamt sex nýjum „heims bossum“ ásamt öðru í pakkanum.

    Elsweyr inniheldur 30 tíma efni og jafnvel meira fyrir þá sem sökkva sér í Sunspire og önnur ævintýri í leiknum. Besti hlutinn við þennan aukapakka er klárlega Necromancer klassinn sem færir nýtt líf í leikinn sem hefur vantað. Það er jákvætt að sjá hvað ZeniMax og Bethesda hafa stutt vel við þennan leik frá að hann kom út árið 2015 sem þótti ekki alveg nógu góður þá.

    Þessi ætti að sóma sér vel í sumar þegar minna er að spila og inniheldur hann vel drjúgt efni fyrir peninginn.

    aukapakki Bethesda DLC ESO mmorpg pc ps4 The Elder Scrolls The Elder Scrolls Online xbox one ZeniMax Online
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaÍslensk mynd um vináttu í Eve Online hlýtur verðlaun
    Næsta færsla Tölvuleikir og listir á Isle of Games leikjahátíðinni
    Sveinn A. Gunnarsson

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.