Fréttir

Birt þann 17. maí, 2019 | Höfundur: Daníel Rósinkrans

Raising Kratos – Nýr God of War verður til

Að búa til tölvuleik er sko enginn dans á rósum. Sérstaklega ekki þegar leikir á borð við God of War verða til og leikjahönnuðurinn ætlar sér stóra hluti.

Sony PlayStation gáfu út heimildarmynd á Youtube, er nefnist „Raising Kratos“, sem fjallar um fimm ára vinnslu á leiknum God of War. Þá er farið í gegnum allt hið sæta og súra sem Santa Monica Studios þurftu að ganga í gegnum til þess að koma leiknum til skila eins og við þekkjum hann í dag.

Leikstjóri leiksins, Cory Barlog, fer með okkur í gegnum erfiða reynslu sem fólst í því að koma Kratos aftur á kortið eftir marga ára fjarveru. Gaman er að segja frá því að Ísland kemur við sögu, enda voru það íslenskir kórsöngvarar sem ljáðu raddir sínar fyrir leikinn.

Raising Kratos er virkilega fróðleg og jafn vel skylduáhorf fyrir alla God of War unnendur. Endilega kíkið á þessa rússíbanaferð sem starfsmenn Santa Monica Studios gengu í gegnum fyrir þetta meistaraverk.

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑