Birt þann 12. júní, 2018 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson
E3 2018: Sýnishorn úr geimóperunni Beyond Good and Evil 2
Beyond Good and Evil 2 er leikur sem er lengi búið að bíða eftir, við fengum að sjá flotta stiklu sem sýnir persónur og leikjaheiminn. Geimskip svífa um íshringi í kringum plánetu. Sprenging verður í beltinu sem varpar íssteinum í átt að skipinu og úr þokunni kemur risastórt skip sem ræðst á hetjur leiksins, og úr því kemur óvænt hetja síðasta leiksins Jade, sem virkar vægast sagt reið.
Leikurinn á að verða stór og opinn og var sýnt stutt myndbrot úr alpha-útgáfu leiksins. Hollywood-leikarinn Joseph-Gordon Lewitt mætti á sviðið og talaði um fyrirtækið sitt Hit-Record sem vinnur að tónlist leiksins. Virkilega flott að sjá þetta og verður gaman að sjá hvað kemur út þessu.