Birt þann 12. júní, 2018 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson
E3 2018: Assassin’s Creed: Odyssey fer til forn Grikklands
Að AC serían væri á leið til Grikklands lak út stuttu fyrir E3. Leikurinn byggir á opnum heimi sem AC: Origins kynnti til leiks í fyrra. Origins var það spark í rassinn sem serían þurfti á að halda, hvort að það sé endilega gáfulegt að gefa út þennan svo stuttu síðar er erfitt að setja til um núna.
Leikurinn hefur verið í hönnun síðastliðin þrjá ár hjá Ubisoft Québec, sem er annar aðili en var með Origins, þetta er eitthvað sem Ubisoft hefur gert í gegnum árin, enda nóg af stúdíóum undir þeirra hatti. Hægt er að velja á milli karlkyns og kvenkyns hetju í leiknum, eitthvað sem var hægt að hluta til í Assassin’s Creed: Syndicate þar sem persónur leiksins voru systkyni. Að þessu sinni er hægt að fara í gegnum allan leikinn sem annaðhvort kynið.
Sögufrægar persónur á borð við Sókrates koma við sögu…
Sögufrægar persónur á borð við Sókrates koma við sögu í leiknum. Aukin áhersla verður lögð á RPG hlutann í sögunni og hægt verður að fara með samtölin nær því sem þekkist t.d. í Mass Effect.
Í leiknum verður að finna stærri orrustur en áður hafa sést í AC seríunni og ætti það að gefa hasarnum epískari anda. Gripurinn kemur út 5. október á þessu ári.
Viltu fleiri fréttir frá E3 2018? Smelltu hér!