Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Leikjarýni: LocoRoco 2: Remastered – Krúttlegar kúlur og söngelskt illmenni
    Leikjarýni

    Leikjarýni: LocoRoco 2: Remastered – Krúttlegar kúlur og söngelskt illmenni

    Höf. Jósef Karl Gunnarsson6. janúar 2018Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Krúttlegi hopp og skopp leikurinn LocoRoco 2 hefur verið endurútgefinn á PS4 en hann kom upprunalega út árið 2008 á PSP. Fyrri leikurinn endaði á því að hið góða sigraði ill öfl sem vildu sölsa sig undir hreina og fallega plánetu. Þessi sömu illu öfl reyna að endurtaka leikinn í þessu framhaldi.

    Við fyrstu sýn þá virðist maður stjórna krúttlegum kúlum en svo kemur á daginn að maður er plánetan þar sem maður leiðbeinir kúlunum með því að halla umhverfinu til hliðar. Kúlurnar geta stokkið, stækkað með ákveðinni fæðu og deilt sér í litlar einingar. Í þessum framhaldsleik geta kúlurnar einnig synt, troðið sér í gegnum lítil op og klæðst sumum hlutum sem geta brotið ýmsar hindranir sem verða á vegi spilarans.

    Í fyrstu virkar spilunin frekar einföld og einhæf en þegar líður á leikinn þá verða borðin flóknari…

    Í fyrstu virkar spilunin frekar einföld og einhæf en þegar líður á leikinn þá verða borðin flóknari og ekki ólík gestaþrautum í formi völundarhúsi með kúlu eða kúluspilakassa. Jafnvel sum borðin fóru að minna mig á Sonic þó svo hraðinn sé langt frá því sem sést í þeim leikjum.

    Undirritaður vil benda á að hægt er að stjórna leikinn hefðbundið með tökkum og svo líka með hreyfiskynjun stýripinnans. Leikurinn var orðinn ansi erfiður þegar leið á hann og var eins og jörðin hreyfðist ekki nema eftir smá stund, þá hafði maður óvart kveikt á hreyfiskynjun og það fer gegn á móti hvað takkarnir gera. Þetta gerði mann sturlaðan og fattaði maður þetta því miður mjög seint í spilun leiksins.

    Tónlist og umgjörð leiksins er þar sem leikurinn skín í gegn,

    Tónlist og umgjörð leiksins er þar sem leikurinn skín í gegn, litríkt og stílhreint útlit og tónlist með texta á tungumáli sem er ekki til. Á köflum minnti tónlistin í leiknum mann á Vib Ribbon enda Japanir þekktir fyrir skrautlegar og óvenjulegar tónlistarstefnur. Leikurinn kemur vel út í betri upplausn en þess má geta að allar senur sem fleyta sögunni áfram hafa ekki verið betrumbættar og því ekki eins skarpar og restin af leiknum. Það skemmir ekki neitt fyrir þar sem undirritaður tók ekki eftir því fyrr en hann skoðaði skjáskot úr leiknum fyrir rýnina.

    Hér er á ferðinni litríkur og barnvænn leikur fyrir alla fjölskylduna sem ætti að geta skemmt öllum um stund.

    Leikurinn á yfirborðinu er styttri en fyrirrennarinn, hvert borð er hægt að klára á sirka tíu mínútum, og varir því spilatími leiksins um 6 – 8 tíma. Ótal smáleiki er að finna í leiknum sem geta stytt mönnum stundir og sá besti án efa skotleikur í anda Gradius. Einnig er hægt að safna ýmsum hlutum sem hjálpa við söfnun á öðrum smáleikjum, svo sem að klára hálfgerð púsluspil og fylla hús eitt af herbergjum og húsgögnum.

    Hér er á ferðinni litríkur og barnvænn leikur fyrir alla fjölskylduna sem ætti að geta skemmt öllum um stund.

    Hopp og skopp LocoRoco LocoRoco 2 LocoRoco Remastered LocoRoco Remastered 2
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaNördar í neyð! – Jólagjafahugmyndir korter í jól
    Næsta færsla Spilarýni: Unusual Suspects – „Ef þið eru komin með leið á pólitískri rétthugsun“
    Jósef Karl Gunnarsson

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.