Greinar

Birt þann 9. janúar, 2018 | Höfundur: Nörd Norðursins

Fimm bestu leikir ársins 2017

Helstu tölvuleikjasérfræðingar Nörd Norðursins, þeir Bjarki Þór Jónsson, Daníel Rósinkrans, Steinar Logi Sigurðsson og Sveinn Aðalsteinn Gunnarsson, fóru yfir leikjaárið sem var að líða og tóku saman þá fimm leiki sem stóðu upp úr árið 2017 að þeirra mati. Hægt er að lesa ítarlega um mat hvers og eins í greininni Bestu tölvuleikir ársins 2017. Hér fyrir neðan er listi yfir þá fimm leiki sem skoruðu flest stig á heildina litið hjá hópnum.

Vert er að vekja athygli á því að af þeim fimm leikjum sem enduðu á topplistanum árið 2017 skarta þrír þeirra kvenkyns aðalpersónum, en fyrir þá sem ekki vita þá hallar oftar en ekki á kynjahlutfallið í tölvuleikjaheiminum þar sem karlkyns aðalpersónur eru áberandi algengari.

RESIDENT EVIL 7: BIOHAZARD

Bjarki Þór:
„Einn besti hryllingsleikur sem ég hef spilað í langan tíma. Andrúmsloftið í leiknum er einstaklinga drungalegt og bregðuatriðin rosaleg.“

Steinar Logi:
„Góð grafík, sannfærandi raddleikur og tempó sem sleppir þér ekki við fyrstu spilun.“

 

 

WHAT REMAINS OF EDITH FINCH

Daníel:
„Leikurinn er einstaklega vel hannaður og er söguþráðurinn í sérflokki þar sem allur tilfinningarskalinn er vel nýttur á einstakan hátt.“

Bjarki Þór:
„What Remains of Edith Finch nær að notfæra sér sérkenni tölvuleikja vel sem frásagnarform…“

 

 

HORIZON ZERO DAWN

Sveinn Aðalsteinn:
„Hinn gullfallega og eyðilagða framtíð sem er í Horizon er eitt af því flottasta sem ég spilaði á árinu sem var að líða og saga leiksins um Aloy var virkilega góð.“

Steinar Logi:
„…þú ert í stórum og mjög svo fallegum heimi, iðandi af lífi og getur fylgt sögunni eða safnað alls konar hlutum og leyst aukaverkefni.“

 

 

ZELDA: BREATH OF THE WILD

Daníel:
„Nintendo hafa tekist að skapa eina skemmtilegasta veröldina í sögu Nintendo…“

Bjarki Þór:
„Ótrúlega vel heppnaður ævintýraleikur sem auðvelt er að gleyma sér í.“

 

 

HELLBLADE: SENUA’S SACRIFICE

Sveinn Aðalsteinn:
„Það heillaði mig strax að þeir voru að tækla efni sem tölvuleikir hingað til hafa lítið snert á.“

Steinar Logi:
„Hellblade er ekki fullkominn hvað varðar spilun en sagan, sjónræni hlutinn og frumleikinn setja hann ofarlega á lista hjá mér.“

Daníel:
„Ef það er einhver leikur sem á eftir að hreyfa við spilurum þetta árið, þá gerir það enginn betur en Hellblade: Senua’s Sacrifice.“

Bjarki Þór:
„Átakanlegur leikur sem kemur með ferskan blæ í leikjaheiminn.“

Deila efni

Tögg: , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Efst upp ↑