Fréttir

Birt þann 6. desember, 2017 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Steam útsala í tilefni 100 ára sjálfstæðisafmælis Finnlands

Steam býður upp á sérstaka útsölu í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að Finnland öðlaðist sjálfstæði. Leikirnir í útsölupakkanum eru frá finnskum leikjafyrirtækjum en Finnar eru einmitt þekktir fyrir að vera einstaklega aktívir þegar kemur að gerð og útgáfu tölvuleikja. Meðal leikja sem er að finna á útsölunni er hinn margverðlaunaði Cities Skylines sem hefur slegið í gegn meðal annars hjá gömlum Sim City spilurum. Þarna er einnig að finna Trials krossaraleiki, Oceonhorn sem Zelda spilarar gætu haft gaman af og The Swapper sem er öðruvísi sæfæ-þrautaleikur sem kemur skemmtilega á óvart.

Afslættirnir eru í flestum tilfellum mjög góður, hér er hægt að sjá brot af úrvalinu:

  • Cities Skylines á 75% afslætti ($7,49)
  • The Swapper á á 85% afslætti ($2,24)
  • Quantum Break á 50% afslætti ($19,99)
  • Max Payne 2 á 65% afslætti ($3,49)
  • Trials Evolution á 66% afslætti ($6,79)
  • Trine 3 á 75% afslætti ($5,49)
  • Legend of Grimrock 2 á 66% ($8,15)

Hægt er að skoða leikjaúrval útsölunnar í heild sinni hér á Steam.
Útsölunni lýkur þann 8. desember.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑