Fréttir

Birt þann 19. desember, 2017 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Sólfar færir okkur skuggaveröld framhaldslífsins í nýjum VR-leik

Í gær kynnti íslenska fyrirtækið Sólfar leikinn In Death, sem er nýr fyrstu persónu skotleikur sem er hannaður með sýndarveruleika sérstaklega í huga. Í leiknum berst spilarinn við yfirnáttúrulegar verur í framhaldslífinu með boga að vopni. Sögusvið leiksins er fjarstæðukennd útgáfa af miðöldum þar sem er að finna kastala, trúartákn og rústir með gotnesku yfirbragði. Fram kemur að leikjaheimurinn mun bjóða upp á heim fullan af skrímslum, ráðgátum og herfangi (loot).


Created exclusively for VR, In Death is a Roguelite Shooter set in the godless afterlife. Battle through procedurally generated levels and dungeons in intense ranged combat coupled with a unique locomotion system perfectly attuned to your fighting style.

In Death´s dream kingdom, Heaven is abandoned. Amongst its crumbling ruins, angelic creatures and demons alike have run amok. Only a courageous hero that dares to venture deep into the Afterlife will be able to restore Harmony.

A VR shooter with roguelike elements, In Death´s surreal medieval setting is presented in a procedurally generated world with monsters, mysteries and loot. Driven by an achievement-based progression system that advances between sessions, each run is unique, with unpredictable outcomes.
Sólfar, Announcing In Death: Closed Beta


In Death er búinn til í Unreal 4 leikjavélinni og er væntanlegur á Oculus Rift og HTC Vive árið 2018. Áhugasamir VR spilarar geta þó fengið að spila leikinn eitthvað á undan öðrum með því að sækja um að taka þátt í beta-prófunum – hægt er að sækja um á heimasíðu Sólfars

Árið 2016 gaf Sólfar út EVEREST VR í samstarfi við RVX. Í EVEREST VR geta notendur upplifað valin svæði á Everest fjallinu fræga í gegnum sýndarveruleika. EVEREST VR var upphaflega gefinn út fyrir HTC Vive sýndarveruleikabúnaðinn árið 2016 en er nú einnig fáanlegur fyrir Oculus Rift og nú nýlega PlayStation VR.

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑