Fréttir

Birt þann 30. október, 2017 | Höfundur: Magnús Gunnlaugsson

Asmodee og Fantasy Flight Games færa sig á leikjamarkaðinn

Fantasy Flight Games hafa undanfarið verið duglegir að blanda saman borðspilum og smáforritum til að auka upplifun spilara og einhverjum tilfellum einfalda reglur. Nú hafa þeir í samstarfi við Asmodee ákveðið að stofna nýtt dótturfyrirtæki sem ber nafnið Fantasy Flight Interactive (FFI héðan af).

Við stofnuðum nýja fyrirtækið ekki eingöngu til þess að færa borðspil yfir á stafrænt form. Við einblínum á stærri myndina og þá upplifun sem aðdáendur okkar myndu njóta góðs af með mismunandi útgáfuformi, auk þess að taka FFG í nýjar áttir.“  segir Christian T. Petersen, stofnandi FFG og og framkvæmdarstjóri Asmodee í N-Ameríku.

FFG munu því halda áfram að bjóða upp á borðspilum sem krefjast smáforrita eins og t.d Mansions of Madness (2.ed) en FFI munu snúa sér að stærri og dýrari verkefnum á borð við þróun tölvuleikja.

Aðdáendur munu því eiga von á ríkulegri upplifun og vel útfærðu safni af leikjum aðlöguðum að stafrænu formi með einföldu viðmóti, sem er kjarninn í stefnu FFG, fallegri hönnun með áherslur á skemmtun, jafnvægi og herkænsku.

FFI er stýrt af reynsluboltanum Tim Gerritsen sem mun reyna sameina það best sem tölvuleikir og borðspil hafa uppá að bjóða. Gerritesen yfir rúmlega 25 ára reynslu í leikjabransanum og komið að leikjum eins og Bioshock Infinite, Prey, og Rune auk þess sem hann var framkvæmdarstjóri hjá Human Head Studios.

Það er því vel hugsanlegt að í framtíðinni munu við geta spila okkar uppáhalds FFG borðspil á Steam, PlayStation, Xbox eða hvað sem framtíðin hefur upp á að bjóða. Fréttaritari er alveg vel spenntur fyrir því að geta spilað Android: Netrunner á Steam, eða fá alvöru Game of Thrones tölvuleik eða nýja Star Wars tölvuleiki.

Fréttatilkynningu FFG og Asmodee má lesa nánar hér.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑