Birt þann 31. ágúst, 2017 | Höfundur: Magnús Gunnlaugsson
Leikpeð mánaðarins: Hagalín Ásgrímur Guðmundsson – „fyrst eftir Catan þar sem að þetta fór að vera talsvert ágengara áhugamál“
KYNNING
Hvað gerir þú í daglegu amstri?
Ég er hugbúnaðarverkfræðingur hjá Svarma ehf. og vinn þar að því að þróa hugbúnað og stýringar fyrir flygildi (e. Drones).
Hver voru þín fyrstu kynni af borðspilum?
Sennilega þegar eldri systir mín eignaðist Verðbréfaspilið en í framhaldi af því eyddum við mörgum stundum í verðbréfabrask og að svíkja peninga úr höndum hvors annars í þessari eftirhermu af íslenskum hlutabréfamarkaði. Eintóm skemmtun og saklausar systkinadeilur! Eftir það var maður sífellt í þessum klassísku borðspilum: Monopoly, Hættuspil, Sjávarútvegsspilið, Jenga o.fl. Það var samt fyrst eftir Catan þar sem að þetta fór að vera talsvert ágengara áhugamál sem síðar þróaðist út í 12 tíma langar Twilight Imperium 2 stundir, borðspilabústaðir og borðspilaráðstefnur Þýskalandi.
LEIKVENJUR
Uppfærirðu spilin þín á einhvern máta. T.d með því að setja spil í plastavasa, uppfæra leikmuni eða annað slíkt. Endilega nefndu dæmi.
Þannig að við enduðum á að fá okkur 3D prentaða geymslulausn, sérsniðið að Caverna, sem smellpassar í kassann og heldur röð og reglu á öllum kompónentunum.
Já ég hef verið að nota 3D prentaðar geymslulausnir fyrir borðspilakassa. T.d. eigum við Caverna, hannað af Uwe Rosenberg, sem að er mjög stórt og þungt spil og þar að auki inniheldur ótrúlega marga spilakompónenta en ekki eina einustu geymslulausn! Þannig að við enduðum á að fá okkur 3D prentaða geymslulausn, sérsniðið að Caverna, sem smellpassar í kassann og heldur röð og reglu á öllum kompónentunum. Styttir líka tímann sem fer í uppsettningu úr 10 mínútum í 10 sekúndur.
Hversu oft spilarðu í viku/mánuði. Skráirðu spilanirnar þínar t.d hvort þú sigraðir eður ei?
Ég spila oftast einu sinni í viku en þá oftast með mismunandi spilahópum í hverri viku. Í einum hópnum eru skráðir sigrar, en það eru öll tölfræðileg röksemd út í hött… Hafsteinn!!
Áttu einhver Print ‘n’ Play spil eða viðbætur við spilin þín?
Nei ekki ennþá en ég er að spá í að skoða einhverja fanmade T.I.M.E. Stories viðbætur, þegar við erum búin með núverandi aukapakka.
Ertu meðlimur á Boardgamegeek, ef svo er, viltu deila með okkur spilsafninu þínu?
Já þar ber ég hið frumlega notendanafn hagalin.
Verslaru spilin þín aðallega á netinu eða í dönskum verslunum?
Flest mín spil úr dönskum vefverslunum eða þá af breska Amazon. Annars þá getur þetta verið heldur dýrt sport og ég reyni því lang oftast að kaupa þau notuð, skiptast á spilum í einhverjum trade grúppum á Facebook eða spila þau á borðspilakaffihúsum.
UPPÁHALDS SPIL
Hvaða spil er mest í uppáhaldi/mest spilað þessa daga?
Núna erum ég og kærastan mín í miðju T.I.M.E. Stories ævintýri með yngri systur minni og kærasta hennar og við erum alveg að farast úr spennu. Annars tók ég líka um daginn mjög skemmtileg session í Once upon a time… og Spyfall í 8 manna sessioni. Mjög góð spil í stórum hópum og mikið interaction!
Hvaða spil í safninu þínu væriru til í að spila oftar en þú raunverulega gerir?
Dominion, það getur myndast svo ótrúlega djúp mekaník í því þrátt fyrir svona einfalt spil. Það fær oftast að sitja eftir fyrir einhverjum nýrri spilum. En alltaf þegar ég spila það verð ég ástfanginn af því aftur.
Hver er uppáhaldshönnuðurinn þinn?
Verð nú að segja að ég hef ekki mikið pælt í því annað en ég sé að nokkur af spilum í uppáhaldi hjá mér eru hönnuð af Uwe Rosenberg. Hef mjög gaman af Caverna, Patchwork, Le Havre, Agricola og Bohnanza.
Áttu þér uppáhaldsþema í borðspili?
Eins og vinur minn og síðasta leikpeðið Grímur Zimsen, þá aðhyllist ég líka hrollvekju. En það þarf hins vegar að spila það í rétta umhverfinu. Það var ótrúlega skemmtileg upplífun að spila Mansions of Madness 2nd edition í sumarbústað í sænskum skógi að nóttu til þegar myrkrið umlykur mann alveg.
Hvert er uppáhalds gangverk (e. mechanic) í borðspili?
Ég fíla nánast alltaf worker placement spil sama hvort að kompónentar eru ljótir, þemaið er asnalegt þá ef worker placement gangverkið er vel hannað þá fíla ég það. Ég er týpan til að sökkva mér í einhverjum bestunarvandamálum í svona spilum. Nokkur góð worker placement spil: Village, Tzolkin, Caverna, Stone Age, Agricola og Russian Railroads.
HRAÐASPURNINGAR
Þema eða gangverk?
Gangverk
Samvinna eða keppni?
Samvinna
Lárett eða lóðrétt geymsla á spilum?
Lárétt
Eurospil eða Ameritrash?
Eurospil
Stutt eða löng spil?
Löng
Werewolf vs The Resistance?
(One Night Ultimate) Werewolf
Ticket to Ride vs Catan?
Catan
King of Tokyo vs King of New York?
King of new york
ENN FLEIRI SPURNINGAR!
Mjög skemmtileg spilasenan í Danmörku fullt af trade grúppum á netinu og margir sem að eru í einhverjum tengslum við borðspil.
Hvernig finnst þér spilasenan vera í Danmörku? Hefur þú mætt á borðspilakaffihús í Danmörku eins og t.d Bastard Café?
Mjög skemmtileg spilasenan í Danmörku fullt af trade grúppum á netinu og margir sem að eru í einhverjum tengslum við borðspil. Á meðan ég var í Tækniháskólanum í Danmörku var ég í spilaklúbbi háskólans. Safnið þeirra var alveg gríðarlegt og vel mætt í spilakvöldin. Eftir námið þá fór ég að vera mjög tíður gestur á Bastard Café, hvort sem það var með kærustunni, vinum eða vinnufélögum. Úrvalið er alveg gríðarlegt og alltaf eitthvað fyrir alla.
Hver er eftir minnilegasta spilaupplifunin þín?
Það var 25. desember (jóladagur), 2014, og Catan: Borgir og Riddarar var uppi á borðinu. Þann dag féllu hátíðarhöldin og allur kristilegur heilagleiki í gleymsku þegar 6 hliða teningur lenti á horni sér (sjá meðfylgjandi mynd) í fullkomlega löglegu teningakasti. Þetta þótti of merkilegt atvik til að telja það af og kalla eftir „reroll-i“ en einhvern meginn þurfti spilið að halda áfram. Þar voru hvorki leikreglur né FAQ á netinu okkur til hjálpar þ.a. eftir langa umræðu var niðurstaðan sú að bæta við reglunni hér að neðan:
„Ef teningur lendir á horni sér í löggildu teningakasti, fær kastari teningsins þá að velja þá hlið sem teningurinn lendir. Þar að auki fær kastarinn eitt hráefnisspil að eigin vali.“
Ef þú mættir einungis eiga 10 spil í safninu þínu hvaða spil yrðu fyrir valinu?
Ekki í neinni sérstakri röð. Ég sleppi því að telja upp expansion:
Dominion
Eldritch Horror
7 Wonders Duel
Caverna
Innovation
Village
Lords of Waterdeep
Suburbia
Catan
One Night Ultimate Werewolf
SPURNINGAR FRÁ GRÍMI ZIMSEN
– síðasta leikjapeði Nörd Norðursins!
Hvernig líst þér á þá þróun að snjalltæki og öpp séu óaðskiljanlegur hluti af sumum borðspilum?
Það er einstaklega fallegt og gerir sum spil töluvert einfaldara. Ég fíla það t.d. mjög mikið þar sem að hlutverk sögumanns er leyst af hólmi með snjalltæki í spilum eins og Mansions of Madness 2nd edition og One Night Ultimate Werewolf. Svo fannst mér það líka mjög fallegt í Alchemist þar sem að snjalltækið er einskonar tilraunargræja. Ég hlakka bara til að sjá hvaða nýjungar koma í framtíðinni.
Heldurðu að aukið aðgengi að þrívíddarprenturum eigi eftir að hafa einhver markverð áhrif á þróun og/eða framboð borðspila?
Þróun já, þekki til þess að hönnuðir sæki Fab Lab til að smíða sér prótótýpur af kompónentum, gæti alveg ímyndað mér að nýjar gerðir spilakompónenta eigi eftir að vera stærri hluti af borðspilum framtíðarinnar og þar mun 3D prentarinn hjálpa. Ég gæti líka ímyndað mér að framboðið í Print n’ Play spilum eigi eftir að aukast og vera fjölbreyttara með tilkomu heimilis-3D prentarans.
AÐ LOKUM
Ég þakka kærlega fyrir tilnefninguna! Það var mjög ánægjulegt að taka þátt í þessu. Ég vil endilega tilnefna vinkonu mína, Danmerkurbúann, spilanörd og borðspilahönnuðinn Emblu Vigfúsdóttur sem næsta leikpeð mánaðarins. Hún fær að svara eftirfarandi spurningum:
- Hvaða íslensku spil værir þú til í að sjá í fínpússaðri endurútgáfu?
- Hvernig finnst þér borðspilamenningin á Íslandi vera að þróast þá bæði á meðal spilara og borðspilahönnuða?