Birt þann 12. júní, 2017 | Höfundur: Steinar Logi
E3 2017: The Crew 2, Skull & Bones, Transference og fleiri leikir frá Ubisoft
Fyrir utan Mario samstarfið, Far Cry 5 og Beyond Good and Evil 2 þá var eftirfarandi sýnt á Ubisoft kynningunni fyrir E3 leikjasýninguna.
The Crew 2: Opinn heimur þar sem er hægt að ferðast um og keppa á öllu sem er með mótor, ekki bara bílum, eins og hraðbátum, mótorhjólum, flugvélum og að sjálfsögðu bílum. Stiklan lítur vel út og vonandi er leikurinn í tak við kynninguna! Glöggir þekkja tónlist Kaleo þarna. Leikurinn kemur út snemma 2018.
Tengt efni: Fleiri fréttir frá E3 2017
South Park: Fractured but Whole: Ný stikla en leikurinn kemur út 17. október.
Transference: Afar athyglisverður VR leikur þar sem Elijah Wood er í fararbroddi og virðist ætla að blanda saman einhvers konar kvikmynda- og VR upplifun.
Skull & Bones: Sjóræningjabardagar yfir netið. Hægt er að skrá sig fyrir Beta prófanir hér.
Just Dance 2018: Ok.
Starlink – Battle for Atlas kemur út haustið 2018. Virðist blanda saman leikföngum og geimskipaleik.