Birt þann 12. júní, 2017 | Höfundur: Daníel Rósinkrans
E3 2017: Nýjar stiklur fyrir TES Online: Morrowind og TES Legends: Heroes of Skyrim
The Elder Scrolls aðdáendur hafa ábyggilega margir hverjir fengið vækt hjartastopp í hvert skipti sem nafnið „The Elder Scrolls“ birtist á E3 kynningu Bethesda í nótt. Héldu þeir í þá von að nýr titill yrði kynntur á blaðamannafundinum.
Því miður var svo ekki.
Nýlega kom út aukapakki fyrir The Elder Scrolls Online, Morrowind, sem fékk nýtt myndband á kynningunni. Sömuleiðis fékk The Elder Scrolls: Legends, kortaspilið frá Bethesda, meira athygli með nýju efni. Um er að ræða Heroes of Skyrim viðbót sem mun, líkt og nafnið gefur til kynna, bæta við persónum og skrímslum sem koma við sögu í Skyrim.
The Elder Scrolls Online: Morrowind er nú þegar kominn út fyrir allar helstu leikjatölvur en The Elder Scrolls Legends: Heroes of Skyrim kemur út 29. júní fyrir PC og snjalltæki.
Tengt efni: Fleiri fréttir frá E3 2017
TES ONLINE: MORROWIND