Fréttir
Birt þann 12. júní, 2017 | Höfundur: Steinar Logi
E3 2017: Beyond Good and Evil 2 og Far Cry 5
Beyond Good and Evil 2 virðist loksins ætla að verða að veruleika. Eftirfarandi stikla sýnir ekki hvernig spilunin sjálf er en heimurinn er athyglisverður þrátt fyrir að apinn sé pirrandi. Sagan í leiknum gerist fyrir atburði upprunalega leiksins með Jade.
Einnig fengum við að sjá meira af spiluninni í Far Cry 5 og hjálpinni sem þú færð enda er hægt að spila leikinn í samvinnu við annan spilara.
Tengt efni: Fleiri fréttir frá E3 2017