Birt þann 22. maí, 2017 | Höfundur: Daníel Rósinkrans
Red Dead Redemption 2 frestað til vorsins 2018
Rockstar Games gáfu út tilkynningu rétt í þessu að þeir hafi ákveðið að fresta Red Dead Redemption 2 þangað til næsta vor. Upphaflega stóð til að gefa leikinn út haustið 2017 en hefur útgáfunni nú verið frestað.
Þá segist leikjafyrirtækið miður sín að þurfa seinka gripnum og allt sé gert til þess að gera leikinn enn betri svo hann verði örugglega klár þar til þeir gefa hann út. Einnig fylgdu með ný skjáskot úr leiknum sem ættu að svala þorstanum á meðan beðið er eftir honum.
Í tilkynningunni kemur einnig fram að PlayStation 4 og Xbox One útgáfum leiksins sé frestað en aldrei minnst á PC útgáfu. Aðdáendur Red Dead Redemption hafa vonast eftir að þeir kynni PC útgáfu, sérstaklega þar sem Red Dead Redemption var aldrei gefinn út fyrir einkatölvurnar.
Red Dead Redemption er sem sagt væntanlegur næsta vor 2018 fyrir PlayStation 4 og Xbox One.
Myndir: Rockstar Games