Leikjarýni

Birt þann 28. maí, 2017 | Höfundur: Daníel Rósinkrans

Leikjarýni: Prey – „Ekki aftur snúið“

Leikjarýni: Prey – „Ekki aftur snúið“ Daníel Rósinkrans

Samantekt: Fín afþreying fyrir þá sem hafa gaman af leikjum sem innihalda dularfull augnablik og herbergi stútfull af alls konar uppákomum.

4

Góður


Einkunn lesenda: 0 (0 atkvæði)

Í byrjun maí kom út nýr Prey leikur sem hefur verið í vinnslu í þó nokkur ár. Lengi stóð til að gefa út Prey 2 eftir að Human Head Studios gáfu út fyrsta Prey leikinn sem heppnaðist heldur betur vel að mati gagnrýnenda.

Árið 2009 höfðu Bethesda Softwork keypt réttinn á seríunni og tóku þar af leiðandi við framleiðslu Prey 2. Nokkrum árum seinna bólaði lítið sem ekkert á leiknum og voru margir búnir að gefa upp vonina að nýr Prey leikur myndi líta dagsins ljós. Það var ekki fyrr en á síðasta ári þar sem Bethesda kynntu loksins Prey leik til sögunnar sem endurræsingu á seríunni. Arkane Studios, þeir sem færðu okkur Dishonored 1 og 2, sáu um framleiðsluna á leiknum. Hvort leikurinn standist þær væntingar eftir öll þessi ár er stóra spurningin.

Það var PC útgáfan af Prey sem var spiluð fyrir þessa gagnrýni.

SAGA

Árið er 2035. Morgan Yu, karl eða kona, vaknar einn morguninn og er kallaður/kölluð í reglulega skoðun. Leikurinn nýtir hér tækifærið til að kenna spilurum á einföldustu þætti leiksins, s.s. færa til hluti, ýta á hnappa og lesa tölvupósta þar sem samskipti persóna fara helst fram. Ekki líður langur tími þar til spilarinn áttar sig á því að ekki er allt með felldu. Eitthvað fór verulega úrskeiðis í geimrannsóknarstöðinni Talos 1 þar sem leikurinn á sér stað. Furðulegar verur, er nefnast Typhon, hafa náð víðri útbreiðslu á geimstöðinni sem gera öllum lífið leitt sem komast í snertingu við þær.

Leikurinn gerist í fjarstærðri veröld þar sem Bandaríkjamenn og Rússar vinna saman í sátt og samlindi. Ekkert varð úr Kaldastríðinu og þáverandi forseti Bandaríkjanna, John F. Kennedy, upplifði ekki þær hörmungar sem hann varð fyrir í raunveruleikanum.

Leikurinn gerist í fjarstærðri veröld þar sem Bandaríkjamenn og Rússar vinna saman í sátt og samlindi. Ekkert varð úr Kaldastríðinu og þáverandi forseti Bandaríkjanna, John F. Kennedy, upplifði ekki þær hörmungar sem hann varð fyrir í raunveruleikanum.
Uppsetningin er mjög áhugaverð sem gerir upplifunina mjög forvitnilega á meðan spilun stendur yfir. Hljóðupptökur er að finna á hverju strái sem segja til um hvað átti sér stað áður en allt fór úrskeiðis. Hljómar allt saman mjög kunnuglega, ekki satt?

SPILUN

Jú, mikið rétt.

Þeir sem hafa spilað leiki á borð við System Shock og BioShock ættu að kannast vel við spilunina sem fer fram í Prey. Enda tilheyrir leikurinn sömu flokkum og fyrrnefndu leikir þ.e.a.s. fyrstu persónu vísindaskáldsaga í bland við hlutverka- og skotleik. Rétt eins og í Shock leikjunum gengur spilunin út að kanna þau svæði gaumlega sem spilarinn ferðast á milli á leið sinni um Talos 1. Hætturnar geta leynst víða og í hinum ýmsum formum og þurfa spilarar að hafa allan varann á þegar ný herbergi eru könnuð.

Aðal óvinurinn í leiknum eru Typhon verurnar sem sátu undir mikilli rannsókn um langan tíma áður en allt fór úr böndunum. Þær eru nokkurs konar skuggaverur og eiga sér engan líkan.

Aðal óvinurinn í leiknum eru Typhon verurnar sem sátu undir mikilli rannsókn um langan tíma áður en allt fór úr böndunum. Þær eru nokkurs konar skuggaverur og eiga sér engan líkan. Til að mynda eru til Typhon verur er kallast Mimics, eða eftirhermur, sem geta breytt sér í alls konar form á borð við bolla eða jafnvel límbandsrúllur, yfir í stærri húsgögn á við skrifborðsstóla eða sambærilega hluti svo eitthvað sé nefnt. Sem gerir leikinn einmitt áhugaverðann að því leiti að þú getur aldrei verið fullviss um að herbergin séu hættulaus.

Líkt og í öllum hlutverkaleikjum er hægt að byggja upp persónu sína og gefa henni eiginleika sem gerir hana ýmist sterkari, snarpari eða jafnvel tök á því að framkvæma hina ólíkustu hluti. Það er gert með því að nota svo kölluð Neuromods sem finnast í umhverfinu. Fyrir þá sem ekki þekkja til Neuromods gera þau mannkyninu kleift að auka þekkingu þess á einu augnabliki með því að bæta við heilasellum á vissum sviðum. Sé ekki farið gætilega með þau geta þau einnig valdið alvarlegum áverkunum, en við ætlum ekki að fara nánar út í það til þess að spilla ekki söguþræðinum fyrir neinum.

ÚTLIT, HÖNNUN OG HLJÓÐ

Nýja útgáfan af Prey frá Bethesda er langt frá því að vera sú útgáfa sem aðdáendur höfðu vonast eftir fyrir Prey 2. En það þarf ekki endilega að vera slæmt.

Nýja útgáfan af Prey frá Bethesda er langt frá því að vera sú útgáfa sem aðdáendur höfðu vonast eftir fyrir Prey 2. En það þarf ekki endilega að vera slæmt.

Arkane Studios tekst vel að framkvæma gott andrúmsloft sem gerir upplifunina skemmtilegri. Leikurinn lítur mjög vel út og keyrir á Crytek leikjavélinni. Þá er virkilega gaman að sjá hversu vel PC útgáfa leiksins keyrir án vandræða, því þær hafa ekki reynst allt of vel upp á síðkastið hjá hönnuðinum. Leikurinn nær ákveðnum hæðum á tímapunkti þegar langt um líður en nær svo aldrei að komast yfir þröskuldinn eftir það. Þá tekst leiknum ekki nógu vel að haldast ferskum út allan leikinn þrátt fyrir örfáa óvænta kafla sem tengjast helst Typhon verunum.

Spilunin er alls ekki galin samt sem áður. Þar sem leikurinn gerist í geimnum hendir leikurinn spilaranum stundum í þyngdarleysi sem gerir upplifunina skemmtilega en á sama tíma svolítið þreytta þegar langt um líður. Einstök herbergi verða þá mjög einkennileg að sjá þegar allt er komið á hlið eða jafnvel hvolf sem gerir mann svolítið áttavilltan á köflum.

Þökk sé frábærri tónlist og hljóði tekst Prey að halda manni við efnið og þá sérstaklega þegar eftirhermur fara á kreik. Nokkur bregðu-atriði koma fyrir og eru þau ansi vel gerð. Þrátt fyrir að vera fyrirsjáanlegar á köflum tekst þeim að plata mann og ættu spilarar að hrökkva örlítið til, sem er bara kostur fyrir þá sem leitast eftir því.

LOKAORÐ

Prey er fín afþreying fyrir þá sem hafa gaman af leikjum sem innihalda dularfull augnablik og herbergi stútfull af alls konar uppákomum. Það tekur venjulegan spilara hugsanlega 22 til 28 klukkustundir að klára söguna séu öll aukaverkefnin tekin fyrir og öll herbergi grandskoðuð.

Á tímapunkti virtist leikurinn ætla að enda en tekur þá skyndilega óvænta stefnu sem lengir spilunina frekar. Satt að segja hefði Prey mátt vera fimm klukkustundum styttri sem hefði ábyggilega skilað betri söguþræði í heildina. Aukaverkefnin eru svo sem fín en þó ekkert eitthvað eitt sem stendur verulega upp úr.

Leikurinn er alls ekki galin hugmynd en á sama tíma alls ekki fullkominn heldur.

Það er óhætt að mæla með Prey og þá sérstaklega fyrir PC notendur sem eru að leita af einhverju í anda BioShock sem dæmi. Þegar á heildina er litið er Prey áhugavert verkefni í þessum frábæra bransa sem verður gaman að fylgjast með í framtíðinni, ef salan á leiknum leyfir. Leikurinn er alls ekki galin hugmynd en á sama tíma alls ekki fullkominn heldur.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑